Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hafnar tilmælum Stillu útgerðar ehf. um að tilnefna rannsóknarmenn til að rannsaka hvernig staðið var að sölu hlutabréfa í Vinnslustöðinni hf. á árinu 2010. Stilla útgerð, sem fer með ríflega 31% eignarhlut í VSV, fór fram á að ráðherra skipaði rannsóknarmenn í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga þar að lútandi. Ráðherra hefur nú synjað erindinu og færir fyrir því rök í ítarlegri greinargerð. �?ar kemur fram að hvorki í gögnum né sjónarmiðum hafi komið fram nægjanlegar ástæður fyrir því að tilnefna rannsóknarmenn.
Erindi Stillu útgerðar varðaði viðskipti með hlutabréf í VSV sem Herbjarnarfell ehf. keypti fyrir milligöngu Sparisjóðs Vestmannaeyja. Um svipað leyti lagði VSV Sparisjóði Vestmannaeyja til stofnfé við endurskipulagningu hans. Stilla óskaði eftir að rannsakað yrði hvort �??hagsmunir Vinnslustöðvarinnar hf. hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar viðskipti þessi fóru fram�??. Vísað var til þess að Sigurgeir B. Kristgeirsson væri framkvæmdastjóri bæði VSV og Herbjarnarfells og Haraldur Gíslason, starfsmaður VSV, sæti í stjórn Herbjarnarfells.
Ráðherra segist í greinargerð sinni ekki sjá að tengsl séu milli viðskipta með hlutabréf VSV og stofnfjáraukningar Sparisjóðsins. Vísað er til þess að stofnfé Sparisjóðsins hafi verið aukið um alls 904 milljónir króna, þar af hafi hlutur VSV verið 50 milljónir króna. Fleiri hafi tekið þátt í að að auka stofnfé Sparisjóðsins á sama tíma; Bæjarsjóður Vestmannaeyja, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og verkalýðsfélagið.
Ráðherra sér heldur enga ástæðu til að fjalla um það álit Stillu útgerðar að Helga Jónsdóttir, þáverandi ráðuneytisstjóri, hafi verið vanhæf við ákvörðun um endurupptöku eldra máls, sem einnig varðaði tilnefningu rannsóknarmanna.
�?etta er önnur rannsóknarbeiðnin frá Stillu útgerð sem hafnað er í Stjórnarráðinu. Stilla fór fram á það við efnahags- og viðskiptaráðherra sumarið 2011 að hann léti rannsaka tiltekna þætti í starfsemi VSV. Ráðherra hafnaði erindinu ári síðar.
Stilla sendi efnahags- og viðskiptaráðherra síðari rannsóknarbeiðnina í ágúst 2012 og ítrekaði og jók umfang erindisins í október 2012. Vegna skipulagsbreytinga í Stjórnarráði Íslands kom það í hlut atvinnu- og nýsköpunarráðherra að fjalla um síðara erindið og hann hafnaði því sem sagt 7. október síðastliðinn.