Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í svokallaða haustdýpkun Landeyjahafnar árin 2016 til 2018. Áætlað er að fjarlægja þurfi allt að 280.000 rúmmetra af sandi. Tvö tilboð bárust. Belgíska stórfyrirtækið Jan de Nul bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 222 milljónir króna. Tilboð Björgunar ehf hljóðaði upp á 362,4 milljónir. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var rúmar 266 milljónir, segir í frétt Mbl.is. Belgíska fyrirtækið átti einnig lægsta tilboðið þegar dýpkun Landeyjahafnar tímabilið 2015 til 2017 var boðin út í fyrra. Hljóðar tilboðið upp á tæplega 588 milljónir króna. Tvö tilboð bárust þá Vegagerðinni auk tilboðsins frá Jan de Nul. �?au komu frá finnskum og dönskum stórfyrirtækjum. Björgun skilaði ekki tilboði þá.