Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum gaf í dag Slysavarnaskóla sjómanna þrjá flotvinnubúninga til að nota við æfingar á námskeiðum skólans. Andvirði gjafarinnar er um 500.000 kr. Bergur-Huginn hefur lagt mikla áherslu á öryggismál skipa sinna, sem eru Vestmannaey, Bergey og Smáey, og sóttu áhafnir þeirra endurmenntunarnámskeið í öryggismálum við Slysavarnaskóla sjómanna í desember og janúar.