Bergur og Vestmannaey með tæp 5.000 tonn í fyrra
bergey_opf
Myndin er tekin um borð í Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Afli bolfiskskipa Síldarvinnslusamstæðunnar var mjög góður á árinu 2024 en heildarafli þeirra var 36.890 tonn. Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, færðu samtals að landi tæplega 5.000 tonna afla, Bergur 4.752 tonn og Vestmannaey 4.992 tonn.

Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir – í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar – að menn séu ágætlega sáttir við árið. „Eins og venjulega veiddist mest yfir vertíðartímann, frá því í febrúar og fram í apríl, en það var einnig þokkaleg veiði á öðrum árstímum. Skipin voru mikið að veiðum fyrir austan landið í haust en annars var mest veitt á miðum fyrir sunnan land. Við leggjum áherslu á að tryggja kaupendum fisk allar vikur ársins og því eru bæði skipin í einu ekki frá veiðum nema á stórhátíðum,” sagði Arnar.

Nánar má lesa um afla bolfiskskipa Síldarvinnslunnar hér.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.