Afli bolfiskskipa Síldarvinnslusamstæðunnar var mjög góður á árinu 2024 en heildarafli þeirra var 36.890 tonn. Vestmannaeyjaskipin, Bergur VE og Vestmannaey VE, færðu samtals að landi tæplega 5.000 tonna afla, Bergur 4.752 tonn og Vestmannaey 4.992 tonn.
Arnar Richardsson, rekstrarstjóri skipanna, segir – í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar – að menn séu ágætlega sáttir við árið. „Eins og venjulega veiddist mest yfir vertíðartímann, frá því í febrúar og fram í apríl, en það var einnig þokkaleg veiði á öðrum árstímum. Skipin voru mikið að veiðum fyrir austan landið í haust en annars var mest veitt á miðum fyrir sunnan land. Við leggjum áherslu á að tryggja kaupendum fisk allar vikur ársins og því eru bæði skipin í einu ekki frá veiðum nema á stórhátíðum,” sagði Arnar.
Nánar má lesa um afla bolfiskskipa Síldarvinnslunnar hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst