Í síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær var rætt við Hjalta Jónsson, doktor í sálfræði en Hjalti var hluti af sálgæsluteymi í Herjólfsdal. Hjalti sagði í viðtalinu m.a. að á þjóðhátíð sé veitt betri sálgæsla en hann þekki úr sínu starfi í Danmörku. Hjalti sagði einnig að hann sé stoltur af þeirri úrvinnslu sem teymið hafi unnið í þessum erfiðu málum og bætti því við að gæslulið sé stöðugt að endurmeta frammistöðu sína eftir hverja hátíð.