�?g vil byrja á að þakka Sigrúnu frænku minni fyrir þessa áskorun. �?g ætla bara að koma hér með tvær voða einfaldar og fljótlegar uppskriftir sem ég hef oft boðið uppá í gegnum árin, í afmælum eða einhverkonar hittingum.
Tartalettu”gums”
Ali bacon er skorið í bita og steikt á pönnu, svo er ferskir sveppir skornir smátt og þeim bætt við á pönnuna þegar baconið er orðið vel steikt. �?etta er svo látið malla aðeins, þá er rjóma hellt yfir og svo Libbýs tómatsósa og sætt sinnep sett út í (smakkað til). Til þess að þykkja aðeins er gott að nota ljósan sósujafnara. Jukkið svo sett í tartalettur og þær hitaðar í ofni í ca 20-25 mín á 185 °C.
Heit ávaxtakaka : 1 stk. Egg
1 bolli Sykur
1 bolli Hveiti
1 tsk. Natron
¼ tsk. Salt
1/1 dós Fruit coctail
Egg og sykur fyrst hrært saman, svo er öllu hinu bætt í og hrært aðeins. Deiginu hellt í eldfast mót og kókosmjöl og púðursykri stráð yfir. Bakað í ca 45 mín. á 180 °C
�?g ætla svo að skora á Kolbrúnu Matthíasdóttur sem næsta matgæðing, við erum saman í “pallíettuklúbb” og oft höfum við “pallíetturnar” fengið allskonar fínerí hjá henni.