Sjávarútvegsráðuneytið gaf út 130 þúsund tonna heildarkvóta í loðnu og þar af fá Íslendingar að veiða 90 þúsund tonn. Ísfélag Vestmanneyja má veiða l8 þúsund tonn af loðnu og Vinnslustöð Vestmannaeyja 9000 tonn. Auk þess hefur Huginn yfir að ráða 1270 tonnum. Samtals ráða því Eyjamenn yfir 28.270 tonnum, eða tæplega þriðjungi loðnukvótans.