Kæru Eyjamenn. Eins og flestir vita leikum við til úrslita í bikarkeppninni n.k föstdagskvöld kl. 19.15. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að slíkum stórviðburði. Við viljum byrja á því að hvetja alla Vestmannaeyjinga til að mæta á völlinn og styðja stúlkurnar til sigurs.
Miðasala er hafin á midi.is og hefur Eimskip/Herjólfur ákveðið að bjóða öllum þeim sem framvísa miða á leikinn frítt með Herjólfi í vissar ferðir er snúa að leiknum.
Laugardalsvöllur opnar kl. 18.15 og höfum við til afnota sal efst í stúkunni sunnan megin þar sem stuðningsmenn geta hist og gírað sig upp fyrir leikinn. Í salnum verður boðið uppá veitingar til stuðningsmanna.
Eins og ávallt reiðum við okkur á frábæran stuðning ykkar kæru Eyjamenn. Á ykkar væri ÍBV ekki það sem það er í dag. Á föstudag treystum við á að bæði leikmenn og stuðningsmenn eigi sinn besta dag.
Áfram ÍBV.
Jón �?li.