Bikarleikur seint í kvöld hjá strákunum
18. nóvember, 2013
Karlalið ÍBV í handbolta leikur gegn KR í 32ja liða úrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld. Leikurinn átti að fara fram síðdegis, eða klukkan 17:30 en hefur nú verið seinkað til klukkan 21:00. Eyjamenn munu sigla í Landeyjahöfn síðdegis, keyra í leikinn og gista svo í bænum. Flestir reikna með sigri ÍBV enda Eyjamenn í þriðja sæti úrvalsdeildar, á meðan KR er í 9. sæti í 1. deild og hafa aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst