Bílabúð Benna �??brunar�?� með bílalestina sína til Vestmannaeyja um helgina og heldur veglega bílasýningu bæði laugardag og sunnudag. Til sýnis verða nýjustu gæðagripirnir frá Chevrolet sem notið hafa mikilla vinsælda vegna framúrskarandi hönnunar, sparneytni og hagstæðs verðs. Auk þess mun Bílabúð Benna skarta eintaki af nýja rómaða sportjeppanum Porsche Macan, sem og hinum margverðlaunaða Porsche Cayenne.
Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana.
Allir eru hjartanlega velkomnir.