Þýska handknattleiksfélagið NLübbecke tilkynnti í gær að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson færi frá félaginu í vor, þegar samningur hans við það rennur út. Birkir hefur varið mark liðsins undanfarin tvö ár. „Þetta var í raun löngu ákveðið því ég hef ekki áhuga á að standa í þessari botnbaráttu lengur. Hún er niðurdrepandi og ég vil fara eitthvert annað og spila í liði sem er um eða fyrir ofan miðja deild, sagði Birkir Ívar við Morgunblaðið.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst