Eyjamaðurinn Gunnar Berg Viktorsson hefur tekið við þjálfun úrvalsdeildarliðs Hauka en honum til aðstoðar verður annar Eyjamaður, Birkir Ívar Guðmundsson. Þeir félagar taka við liðinu eftir að þjálfara liðsins, Halldóri Ingólfssyni var sagt upp störfum hjá Íslands- og bikarmeisturunum.