Birkiskógur við jökulrætur
26. febrúar, 2007Skóglendi þetta er efst á sandinum þar sem áður stóð sæluhús, nokkrum kílómetrum ofan við þjóðveg. Auk birkisins á Skeiðarársandi er hluti sandsins að verða gróinn mosa, víði, grasi og öðrum gróðri

Elsta birkiplantan sem hefur verið aldursgreind reyndist 27 ára en meðalaldur var um 8 ár.

Birkið á Skeiðarársandi er lágvaxið, aðeins um 13 sm hátt að jafnaði. �?essar plöntur eru fyrsta kynslóð landnema á sandinum. Flestar þeirra eru ekki orðnar nægilega stórar eða gamlar til að blómgast en þegar þær fara sjálfar að bera fræ má búast við að birkið taki að breiðast hraðar út.

Skeiðarársandur þekur meira en 1.000 ferkílómetra svæði eða um 1 prósent af öllu landinu. Tæplega fimmtungur af sandinum er talinn gróinn, þ.e. með yfir 50 prósent gróðurþekju.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst