Alls sóttu ellefu einstaklingar um starf þjónustufulltrúa hjá skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Einn dróg umsókn sína til baka, segir í svari Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs til Eyjafrétta.
Umsækjendur voru: Alexandra Kristjánsdóttir, Andrea Kjartansdóttir, Ása Helgadóttir, Birna Guðmundsdóttir, Gislný Birta Bjarkardóttir, Hafdís Víglundsdóttir, Hekla Sól Jóhannsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Kolbrún Lilja Ævarsdóttir og Sylvía Dögg Sigurðardóttir.
Við mat á umsækjendum varð Birna Guðmundsdóttir fyrir valinu. Hún uppfyllir allar þær menntunar- og hæfniskröfur sem lagðar voru fram. Hún er með BS gráðu af viðskiptabraut með áherslu á verkefnastjórnun. Birna hefur áður starfað sem þjónustufulltrúi hjá Akraneskaupsstað með sömu verkefni og leitað er eftir. Hún hefur því góða þekkingu á starfinu og þeim tölvukerfum sem því fylgja, segir í svarinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst