Í dag býður Lionsklúbbur Vestmannaeyja og heilsugæslan upp á blóðsykursmælingu í Apótekaranum. Aðalsteinn Baldursson sér um mælinguna og er fólk hvatt til að nýta tækifærið. Margir ganga með dulda sykursýki, sem er hættulegur sjúkdómur. Sykursýki er vaxandi vandi í heiminum.
Talið er að hundruð manna á Íslandi séu með sykursýki án þess að hafa hugmynd um það. Er þetta falinn vandi og kemur mörgum á óvart sem mælst hafa með of mikinn blóðsykur. Mælingin er í boði til klukkan 16.00 í dag, fimmtudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst