Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi var samþykkt tillaga þess efnis að bjóða út rekstur á leikskólanum Sóla. Bæjarstjórn felur fræðslu- og menningarráði að annast útboðið en til að gæta sérstaklega að faglegum forsendum útboðs, beinir bæjarstjórn því til ráðsins að stofnaður verði sérstakur stýrihópur sem leiða skuli útboðið.