Björgvin vill áfram leiða lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi
27. september, 2012
Björgvin G. Sigurðsson tilkynnti í dag að hann leitast eftir því að leiða lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum á næsta ári. „Í síðustu tveimur alþingiskosningum hef leitt lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Framboði jafnaðarmanna í Suðurkjördæmi hefur farnast vel í þeim kosningum og var Samfylkingin eftir siðustu kosningar aftur stærsti flokkurinn í kjördæminu,“ segir Björgvin í tilkynningunni. Flokksval um ráða því hjá Samfylkingu hvernig frambjóðendur raðast á lista flokksins.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst