Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Dal fuku í óveðrinu í Herjólfsdal í nótt. Verið er að vinna að því að koma þeim upp aftur.
„Þetta fauk bara til hliðar og annað fjaldið fauk aðeins lengra, en við erum búnir að týna þetta allt saman og erum bara að meta svona hvernig við eigum að vinna úr þessu og að reyna að koma þessu upp aftur,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhátíðarnefndar.
„Ég bjóst nú ekki við þessu veðri í nótt. Við héldum að það kæmi seinna, þetta veður“ bætir hann við.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst