Októbermánuður er tileinkaður baráttunni gegn krabbameini hjá konum en Krabbameinsfélag Íslands mun í mánuðinum selja Bleiku slaufuna, sem er hönnuð og smíðuð af SIGN. Nælan samanstendur af tveimur blómum sem sveigjast um hvort annað og eru táknmyndir kvenna. Bakhlið nælunnar sýnir tvo fjögurra blaða smára. Sagan segir að þeir sem finni smárann njóti gæfu.