Bliki VE sökk í Klettsvík

Í morgun sökk þjónustubáturinn Bliki VE í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Enginn var um borð og ekki er vitað um orsakir. Olíumengun er að sögn lítil sem engin og er búið að gera viðeigandi ráðstafanir til hindra mengun ef olía fer að leka úr bátnum.

Bliki VE er í eigu Gelp-kafaraþjónustu sem Gunnlaugur Erlendsson kafari á. Hefur báturinn m.a. verið notaður við endurbætur á kví fyrir mjaldrana Litlu hvít og Litlu grá. Stóð til að setja þær út á morgun samkvæmt heimildum Eyjafrétta.

„Við vitum ennþá ekki  hvað gerðist og það verður ekki fyrr en á morgun sem við komumst niður að bátnum sem liggur á botni Klettsvíkur,“ sagði Arnoddur Erlendssonar kafari og bróðir Gunnlaugs. „Sáralítið er að sjá af olíu á sjónum og við erum búnir að setja upp varnargirðingu sem á að koma í veg fyrir mengunarslys. Meira er ekki að segja á þessari stundu.“

Bliki VE tvíbytna, smíðaður 2001, tæplega tíu metra langur og rétt tæp 14 brúttótonn.

Mikið er í húfi að vel takist til því nú fer m.a. pysjutíminn í hönd.

Mynd: Á morgun var ætlunin að setja mjaldrana út í kvínna í Klettsvík.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.