Bæjarstjórn Vestmannaeyja hlaut viðurkenningu Frétta fyrir gott starf á árinu 2010 en Vestmannaeyjabær stóð fyrir miklum framkvæmdum á árinu. Elliði Vignisson, bæjarstjóri veitti viðurkenningunni viðtöku og flutti í kjölfarið ræðu þar sem hann fór annars vegar yfir sögu bæjarstjórnar og hins vegar setti út á boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn sjávarútvegi. „Sú kreppa sem nú ríður yfir land og þjóð skilur víða eftir sig ógreiddar skuldir og hættan er sú að seilast eigi með gríðarlegum þunga í vasa okkar sem enga ábyrgð berum á ástandinu,“ sagði Elliði en lesa má ræðu hans hér að neðan.