Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi

Píratar hafa nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn P. Framboðslisti Pírata í Suðurkjördæmi: Týr Þórarinsson kvikmyndagerðarmaður Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi og stjórnmálafræðingur Linda Björg Arnheiðardóttir öryrki og heimavinnandi húsmóðir Þórir Hilmarsson skósmiður og stjórnarmaður í Vr Sindri Mjölnir Magnússon listamaður Sunna Rós Víðisdóttir lögfræðingur […]
„Ég er kominn heim”

„Ég er kominn heim” söng Óðinn Valdimarsson um árið. Það hljómar einmitt undir nýjasta myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem sýnir okkur Vestmannaeyjar á fyrsta degi nóvember-mánaðar. (meira…)
Bara sýnishorn

Nú á dögunum hitti ég góðan vin minn á rölti niðri í bæ. Við njótum þess oft að ræða um stjórnmál en erum ekki samherjar á þeim vettvangi. „Jæja, Raggi minn,“ sagði hann strax, „nú er illa komið fyri þínum flokki, hann er bókstaflega að hverfa. Það er ekkert skrítið því hann hefur ekkert gert af viti […]
Mikkel rær á önnur mið

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur ákveðið að kveðja ÍBV og róa á önnur mið eftir þrjú ár innan félagsins. Á þeim tíma hefur Mikkel verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna, auk þess að hafa komið að þjálfun yngri markvarða félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Mikkel kom til ÍBV fyrir […]
Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi

Lýðræðisflokkurinn hefur nú birt fullskipaða lista sína fyrir þingkosningarnar 30. nóvember. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn í öllum kjördæmum og er með listabókstafinn L. Flokkurinn er stofnaður af Arnari Þór Jónssyni lögmanni og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Framboðslisti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi 1. Elvar Eyvindsson – bóndi 2. Arnar Jónsson – smiður 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir – […]
Vestmannaeyjar orðnar landbúnaðarbær

Hafsteinn Gunnarsson hjá Laxey er löggiltur endurskoðandi, vann í mörg ár hjá Deloitte, var í nokkur ár hjá Sparisjóði Vestmannaeyja, sneri aftur til Deloitte og er nú yfirmaður reikningshalds hjá Laxey. Sló til þegar staðan var auglýst og byrjaði fyrir ári síðan. „Að einhverju leyti er starfið eins og ég átti von á en stækkar […]
Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin heldur áfram í Eyjum. En hvað er á dagskránni í dag? Föstudagurinn 1. nóvember ELDHEIMAR Kl. 14:00 Málþing um Surtsey. Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson fjalla um þróun og framtíð Surtseyjar, sem þeir hafa rannsakað um áratuga skeið. Inga Dóra Hrólfsdóttir og Einar E. Sæmundsson segja frá virði heimsminjaskráningarinnar UNESCO. Einstakt færifæri til […]
Öruggur sigur gegn ÍR

ÍBV mætti í kvöld ÍR á útivelli í níundu umferð Olísdeildar karla. Eyjaliðið mætti ákveðnara til leiks og komust í 3-0. Staðan í leikhléi var 22-16 ÍBV í vil og jókst munurinn bara þegar leið á seinni hálfleikinn. Lokatölur 41-31 fyrir Eyjamenn. Daniel Vieira var markahæstur í Eyjaliðinu með níu mörk og Sigtryggur Daði Rúnarsson […]
Hrekkjavakan haldin hátíðleg – myndir

Hrekkjavakan var haldin hátíðleg nú í kvöld og var þátttakan meðal barna mjög góð. Klæddust þau skemmtilegum og ógnvekjandi búningum og unnu sér inn helling af sælgæti. Hrekkjavakan er árlegur viðburður sem fer ört stækkandi hér á landi. Margir eru farnir að leggja mikinn metnað í skreytingar og búninga og er útkoman virkilega skemmtileg. […]
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10 ára

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að […]