Suðurlandsslagur í Eyjum

handb_sunna_ibv_2022_opf

Heil umferð fer fram í Olís deild kvenna í dag. Um er að ræða 5. umferð Íslandsmótsins. Í Eyjum verður háður Suðurlandsslagur þegar lið Selfoss kemur í heimsókn. ÍBV um miðja deild með 5 stig á meðan Selfoss er með 2 stig í næst neðsta sæti. Leikurinn er svokallaður bleikur leikur til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Í […]

Ráðgjöf um engar loðnuveiðar

_DSC0145

Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þessi ráðgjöf er samhljóma fyrirliggjandi upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2023. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2025. Ráðgjöfin byggir á niðurstöðum bergmálsmælinga á loðnustofninum á rannsóknarskipunum […]

Systurskipin fylgdust að

nyjar_eyjar

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa fiskað fyrir austan land undanfarnar vikur og oftast landað aflanum í Neskaupstað. Í síðustu viku lönduðu skipin þó í Eyjum. Í gær komu þau síðan bæði til Neskaupstaðar og lönduðu þar fullfermi. Í veiðiferðinni fylgdust skipin að og öfluðu svipað, en aflinn var nær alfarið þorskur og ýsa, […]

Frá heilsugæslu HSU í Eyjum

hsu_inng_nyr

Í tilkynningu frá heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum sem birt er á heimasíðu stofnunarinnar er bæjarbúum þakkað fyrir almennt góðar viðtökur við breyttu aðgengi að heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta þjónustuna með því að beina erindum í réttan farveg, auka framboð bókanlegra tíma, stytta biðtíma og draga úr álagi starfsfólks. Nú sem […]

Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi

Tidy Rodriguers stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum og málþing um Surtsey verða meðal hápunkta á safnahelginni 31. október til 3. nóvember nk. Í ár eru 20 ár frá því að safnahelgin var fyrst haldin í Eyjum. Það stendur mikið til á þessari 20. safnahelgi.  Hátíðin hefst að vanda í Stafkirkjunni síðdegis á fimmtudeginum og í framhaldinu opnar […]

Eyjamenn lögðu Hauka

Eyja 3L2A9829

ÍBV komst í kvöld upp í fjórða sæti Olís deildar karla er liðið lagði Hauka í Eyjum. Gestirnir byrjuðu leik­inn bet­ur og leiddu stóran hluta fyrri hálfleik­s. Staðan í leikhléi var 15-14 Haukum í vil. Í síðari hálfleik komu Eyjamenn ákveðnari til leiks og munaði þar mestu um Dag Arnarsson sem kom sterkur inn. Svo […]

Snókerinn hefst í Eyjum

20240907 161707

Skráning er hafin í fyrsta snókermót vetrarins en það er hið árlega Karl Kristmanns mót. Um er að ræða einstaklings forgjafarmót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Það er tómstundaráð Kiwanis klúbbsins Helgafell sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Karl Kristmanns. Á Facebook er hópur sem heitir Klúbbasnóker í Eyjum. Snókerunnendur eru […]

Ríkið ásælist enn úteyjarnar

2vestmannaeyjar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óbyggðanefnd. Þar segir ennfremur að sett hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. […]

Samið um flug til Eyja

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.  Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil.  Um […]

Eyjamenn fá Hauka í heimsókn

Ibv Kari 23 OPF DSC 1547

Þrír leikir fara fram í sjöttu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Haukum. ÍBV í sjöunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki. Haukarnir eru hinsvegar búnir að leika leik meira, en þeir eru í þriðja sæti með 7 stig. Flautað er til leiks klukkan 19.00 í Íþróttamistöðinni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.