Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

_DSC0433.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið […]

Ljóðleikar Þórhalls Barðasonar

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. september kl. 20:00 í Einarsstofu mun Þórhallur Helgi Barðason bregða á leik ásamt hljómsveit, Karlakór, organista og tveimur atvinnu upplesurum. Lesið verður upp úr verkum Þórhalls, þar á meðal úr nýjustu bók hans: Um yfirvegaðan ofsa. Bókin verður til sölu á staðnum og verður árituð fyrir hálft orð. Þetta er útgáfu hóf. […]

​Sýnir styrk og samvinnu allra sem að koma

Í síðustu viku var haldin í Eyjum sjávarréttahátíðin Matey. Hátíðin var vel heppnuð í alla staði og ekki að sjá annað en að gestir hátíðarinnar hafi verið ánægðir með afraksturinn. En Matey fer ekki bara fram á veitingastöðum bæjarins. Vinnslustöðin tók til að mynda á móti Suður-Evrópskum kokkanemum og kynnti fyrir þeim fyrirtækið og framleiðsluna. […]

Frá Herjólfi yfir til Laxey

Hörður Orri Grettisson hefur verið ráðinn sem fjármálastjóri Laxey. Hörður Orri er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur einnig lokið meistaragráðu í hagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum og hefur m.a. starfað hjá Ísfélagi Vestmannaeyja sem forstöðumaður hagdeildar, […]

Met ágústmánuður í farþegaflutningum

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]

Borað eftir sjó og eigin vatnsframleiðsla

Allur úrgangur nýttur sem áburður Í Viðlagafjöru eru risin fjögur af átta lokuðum kerjum sem verða  klár í lok október. Öll verða sandblásin að innan og er sú vinna hafin. Loks verða kerin húðuð að innan með til þess gerðu efni. Byrjað er á minni kerjum  sem seiðin eru í stuttan tíma áður en eldið hefst […]

Ný goslokanefnd skipuð

Tekin var fyrir skipan goslokanefndar fyrir árið 2025, á síðasta fundi bæjarráðs. Fram kemur í bókun rásðins að bæjarráð taki undir þakkir bæjarstjórnar fyrir vel heppnaða hátíð í sumar. Bæjarráð samþykkti samhljóða að skipa í gosloknefnd fyrir árið 2025 Ernu Georgsdóttur, sem verður formaður, Magnús Bragason, Birgi Níelsen, Dóru Björk Gunnarsdóttur og Súsönnu Georgsdóttur. Með […]

„Hentar örugglega vel til vinnslu”

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Neskaupstað í gær. Afli beggja skipa var á milli 50 og 60 tonn, mest þorskur. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að einungis hafi verið stoppað í rúmlega 50 tíma á miðunum. „Við héldum beint á Glettinganesflak frá Eyjum og vorum þar. Veður var þokkalegt í […]

Árgangur 1958 kann að skemmta sér

Árgangur 1958 í Vestmannaeyjum er að sjálfsögðu besti Eyjaárgangurinn frá upphafi. Hittust á árgangsmóti um helgina og hófst fjörið í Zame krónni á föstudagskvöldið. Þar skemmtu sér allir eins og enginn væri morgundagurinn. Lundapysja gerðist boðflenna og að sjálfsögðu vakti hún mikla athygli. Seinni partinn á laugardeginum hittust þau á Brothers Brewery og þaðan var […]

Breytt skipulag staðfest þrátt fyrir mótmæli nágranna

Tolvun Ads 24

Erindi um breytt deiliskipulag miðbæjar, 2. áfanga vegna uppbyggingar við Strandveg 51 var lagt fram til samþykkis á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Eitt athugasemdabréf barst vegna málsins. Lögð var fram greinargerð vegna athugasemda við tillögu að breyttu deiliskpulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi við Strandveg 51. Eftirfarandi samantekt tilgreinir viðbrögð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.