Erindi um breytt deiliskipulag miðbæjar, 2. áfanga vegna uppbyggingar við Strandveg 51 var lagt fram til samþykkis á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Eitt athugasemdabréf barst vegna málsins.
Lögð var fram greinargerð vegna athugasemda við tillögu að breyttu deiliskpulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi við Strandveg 51. Eftirfarandi samantekt tilgreinir viðbrögð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar við helstu athugasemdum vegna deiliskipulagsbreytingar vegna stækkunar byggingarreits og viðbótar hæðar við Strandveg 51. Eitt bréf barst vegna málsins, undirritað af sex íbúum í nágrenni umræddrar lóðar.
Hér að neðan má lesa athugasemdirnar auk svara skipulagsráðs við hverri athugasemd bréfritara.
Athugasemd
Mikil óánægja er meðal nágranna og eigenda fyrirtækja vegna áhugaleysis yfirvalda og eiganda hússins að taka mótmæli okkar ekki til greina. Að leysa málið til bráðabirgða með leigu stæða sem tilheyra húsinu að Strandvegi 50 sem er í eigu bæjarins er eins gáfulegt og að pissa í skóna sína í kulda. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Eiga þá bílastæði nágranna að taka við? Við lýsum ábyrgð á hendur bæjaryfirvöldum að fara út í slíkann gjörning. Sú bæjarstjórn sem nú situr að kjötkötlunum mun ekki sitja að eilífu. Hvað gerist ef yfirvöld taka þá ákvörðun að selja húseigninga að Strandgötu 50. Leigusamningur um bílastæði myndi þá þegar rýra verðgildi eingarinnar. Við lýsum ábyrgð á hendur núverandi stjórnvöldum bæjarins vegna þessa. Í lögum nr 6.2.2 um bílastæði stendur „að bílastæði skuli henta þeirri umferð sem gert er ráð fyrir á svæðinu“. Allir sem til þekkja vita að nú þegar eru bílastæði þegar af skornum skammti og ekki á bætandi.
Viðbrögð
Í gildandi deiliskipulagi er ekki tilgreindur hámarksfjöldi íbúða og einungis gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Gert er ráð fyrir bílageymslu fyrir fjóra bíla í húsnæði við Strandveg 51. Til að koma til móts við fyrri athugasemdir hefur lóðarhafi gert samning um almenna nýtingu á 4 bílastæðum til viðbótar utan dagvinnutíma við Strandveg 50. Þar að auki er vísað til almennra bílastæða við gatnamót Heiðarvegar og Strandvegs, í um 50 metra fjarlægð frá Strandvegi 51, þar sem eru um 22 almenn bílastæði. Einnig eru almenn bílastæði við Tangagötu og Strandveg. Ljóst er að almennt er nægur fjöldi bílastæða á svæðinu.
Athugasemd
Það er auðséð að gengið er erinda eiganda hússins að Strandvegi 51, þar sem ódýrasta leiðin er farin. Þó skyldi eigandi hússins hafa það í huga að gjörningur sem þessi mun væntanlega rýra verðgildi eignar hans líka. Nú eru tvö fjölbýlishús í byggingu hér í bænum. Báðir þessir aðilar hafa farið þá leið að búa sem best að bílastæðamálum með stæðum undir byggingum sínum og geta þar með horft til framtíðar með stolti og gera þar með hús sín eftirsóttari en ella. Í báðum tilfellum hafa byggingaraðilar rifið hús sem fyrir eru.
Viðbrögð
Undanfarin ár hafa verið byggðar íbúðareignir á efrihæðum húsnæða sem áður hafa einungis verið ætluð fyrir atvinnustarfsemi. Fram að þessu hefur verið gerður bílakjallari á einum stað (Ísfélagshús), fjögur bílstæði eru á jarðhæð fyrir hluta íbúða í Vigtarhúsi þar sem einnig er gert ráð fyrir notkun almennra stæða í nágrenni við fasteign og einungis er gert ráð fyrir notkun almennra stæða við stækkun og endurgerð á Heiðarvegi 12. Á miðbæjarsvæði er gert ráð fyrir notkun almennra stæða þar sem nægt framboð er af slíkum stæðum.
Athugasemd
Við sem undir þetta bréf skrifum þykir leitt að ekki sé hlustað á áhyggjur okkar heldur haldið áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að boða okkur til fundar með þann ásetning að reyna að leysa þetta ósætti í bróðerni í stað þess að valta yfir íbúa sem hafa áhyggjur af því sem þarna á sér stað. Eins þykir okkur sorglegt að sú staða sem framundan er að við þurfum að fara fram á framkvæmdastöðvun þegar þar að kemur með tilheyrandi kostnaði fyrir alla aðila.
Viðbrögð
Fyrri tillaga að breyttu deiliskipulagi við Strandveg 51 sem auglýst var árið 2023 var ekki staðfest þar sem vilji var til að koma til móts við ábendingar íbúa á svæðinu. Fasteignareigandi við Strandveg 51 tryggði þá afnot af bílastæðum við Strandveg 50 utan dagvinnutíma.
Í niðurstöðu segir að ráðið staðfesti fyrir sitt leyti tillögu að breyttu deiliskipulagi miðbæjar, 2 áfanga við Strandveg 51. Erindinu var í framhaldinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst