Nytsamar þjóðhátíðarvörur í Skipalyftunni

Ómar Björn Stefánsson í verslun Skipalyftunnar fór með okkur yfir þjóðhátíðarúrvalið í versluninni. Fjölmargar vörur fást þar fyrir tjaldið, svo sem grasteppi í tveimur breiddum og nóg af tjaldhælum. Veðurstofa Íslands spáir nú úrkomu alla helgina og virðist sem það eigi eftir að rigna linnulaust. Verslun Skipalyftunnar býr svo vel að en hún á nóg […]
Aukaferðir Strætó bara í aðra áttina fyrir Þjóðhátíð

Strætó hefur sett upp 21 aukaferð yfir Þjóðhátíðina, en þær eru aðeins hugsaðar fyrir farþega sem eru á leið til Eyja. Á heimasíðu strætó (straeto.is) segir um aukaferðirnar: „Allar aukaferðir eru skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi en þær munu einungis stoppa í Mjódd, Hveragerði, N1 Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Landeyjahöfn.“ Samkvæmt upplýsingum frá Strætó […]
Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]
Breytingar á umferðarskipulagi

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 2. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja […]
Gul viðvörun á Suðurlandi

Gul viðvörun gengur í gildi klukkan 6 í fyrramálið á Suðurlandi og gengur úr gildi á miðnætti vegna austan og suðaustan 10-18 m/s með vindhviðum allt að 30 m/s. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hvassast verði í nágrenni fjalla og að varasamt sé fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólk því […]
Refsivert að stýra rafskútum undir áhrifum

Búast má við að margir komi til með að nota rafmagnshlaupahjól til að flakka á milli staða í Eyjum um helgina en vert er að rifja upp að sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti sl. júní frumvarp innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum. Nú er refsivert samkvæmt fyrrnefndum lögum að aka rafskútum undir […]
Heimaey í dag

Það skiptist á með skini og skúrum í Eyjum í dag. Halldór B. Halldórsson fór af stað með myndavélina um Heimaey og sýnir okkur hér hvað fyrir augu bar. (meira…)
Mesta óvissan með laugardagsveðrið

Nú eru tæpir fjórir dagar til stefnu þangað til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett á föstudaginn, en þá er spáð austanblæstri og ágætis bleytu. Við heyrðum í Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi, og fengum hann til að skoða spána fyrir okkur. „Þetta er þannig að það fara skil yfir með hvassviðri í suðaustanátt og talsverðri rigningu á […]
„Fínasti karfi”

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi af karfa í Eyjum í gærmorgun. Á vefsíðu Síldarvinnslunnar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra í seinni partinn í gær og forvitnast um túrinn. „Þetta var fullfermi af karfa. Það voru nokkrir ufsar með í aflanum. Við fengum karfann á Reykjanesgrunni og í Skerjadýpinu og það gekk vel að […]
Umferð og tjöldun – næstu dagar

Eins og í fyrra þá verður ekki leyfilegt að keyra bílum inn fyrir hlið í Herjólfsdal. Þau bílastæði eru aðeins fyrir starfsfólk og viðbragðsaðila en það er mikilvægt að þau hafi svigrúm til að athafna sig á svæðinu. Bílastæði eru á golfvellinum, meðfram veginum inn í Herjólfsdal, við Týsheimili og Íþróttamiðstöð. Fyrir þau sem illa […]