Orkuskipti á pappír en olía í raun

Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti […]

Þrettándinn í dag

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla og almennt kallaður síðasti dagur jóla. Þrettándagleði ÍBV verður hins vegar haldin næstkomandi föstudag og þá kveðja Eyjamenn formlega jólin. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft í blíðunni í dag og myndaði Vestmannaeyjar. Myndbandið má sjá hér að neðan. […]

Skyggnst inn í líf Eyjamanna á síðustu öld

Laugardaginn 10. janúar verður boðið upp á sérstaka sýningu í Sagnheimum þar sem gestir fá að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja í gegnum lifandi kvikmyndir frá síðustu öld. Um er að ræða sýningarröð með myndefni sem tekið var á árunum 1924 til 1970, með megináherslu á tímabilið 1950 til 1970. Sýningin hefst kl 11:00. Myndefnið […]

Undirbúa frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl. Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið […]

Nýtt ár, ný tækifæri

Um áramót – Margrét Rós Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Á vettvangi bæjarmálanna einkenndist árið 2025 af baráttu bæjarstjórnar við ríkisvaldið og baráttu gegn hækkandi skattheimtu og álögum á fyrirtæki og á vinnandi og venjulegt fólk. Þessi aukna skattheimta er óþolandi og kemur mest niður á einmitt, venjulegu fólki. Á meðan ríkir algjört skilningsleysi á málefnum Vestmannaeyja. Vatnslögnin, […]

Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

DSC_0813

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)

Stefnt að fullri áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur stefnir á að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum, að því er segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Samkvæmt tilkynningunni verður siglt samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjar: 07:00 – 09:30 – 12:00 – 14:30 – 17:00 – 19:30 – 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn: 08:15 – 10:45 – 13:15 – 15:45 – […]

Unnið að uppfærslum á vefsíðu Eyjafrétta

Á næstu dögum verður unnið að uppfærslum á vefsíðu Eyjafrétta. Það er mögulegt að einhverjir smávægilegir hnökrar komi upp á meðan. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og þökkum sýnda þolinmæði. (meira…)

Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]

Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.