Vilja tvöfalda heimgreiðslur

Á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið lögðu fulltrúar meirihluta til að heimgreiðslur hækki úr 110.000 krónum og verði allt að 220.000 á mánuði við upphaf næsta fjárhagsárs og út árið 2024 en verði enduskoðaðar að þeim tíma liðnum. Fræðsluráð óskar eftir því að reglur um heimgreiðslur komi inn á næsta fund þar sem þær verði […]
Dagskrá dagsins – 3. júlí

Vikulöng hátíðarhöld í tilefni 50 ára goslokaafmælis byrja í dag, mánudaginn 3. júlí. Það verður nóg um að vera og byrjar dagurinn í pósthúsinu. Hér að neðan má sjá dagskrána fyrir daginn í dag. 09:30-17:00 Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli. 10:00 Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju. 12:00 Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar. 13:00-16:00 Tangagata: Börnin mála vegg […]
Stjarnan sigraði Orkumótið

Hið árlega Orkumót í knattspyrnu drengja í 6. flokki fór fram nú á dögum í fertugasta skiptið og lauk í gær þar sem lið Stjörnunnar og KR léku til úrslita á Hásteinsvelli. „Það var Stjarnan sem sigraði Orkumótið í ár. Þeir mættu KR-ingum í jöfnum og mjög spennandi leik þar sem að Stjörnumenn komust yfir […]
Henry P. Lading enn og aftur

„Þegar ég kom úr tuðruferð í gærkvöldi var þessi prammi/skip kominn að bryggju,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar á FB-síðu sinn fyrir skömmu. „Mér fannst ég eitthvað kannast við þetta – og enn frekar þegar ég sá nafnið – Henry P. Lading. Þetta skip sá ég síðast einmitt í júlí 1968. Þá var ég 14 […]
Mikilvægur leikur hjá KFS í dag

KFS, sem leikur í þriðju deild karla mætir ÍH á Týsvelli klukkan 14.00 í dag. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. KFS er í níunda sæti með 10 stig eftir níu umferðir. ÍH er með 8 stig eftir jafnmarga leiki en þetta er síðasti leikur deildarinnar í 10. umferð. Biður KFS um góðan stuðning. (meira…)
Lést eftir fall úr Ystakletti

Karlmaður á áttræðisaldri er látinn eftir að hafa hrapað úr Ystakletti í dag. Í samtali við Vísi staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn þegar honum var komið í land og að vitað sé hver hann er. Tildrög slyssins eru til rannsóknar en talið er að maðurinn hafi verið við smölun […]
Nýtt lag í vændum hjá Eló

Eyjamærin Elísabet Guðnadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Eló, gefur út sitt þriðja lag 11. júlí nk. Lagið heitir „Will you be my partner?”, en áður hefur hún gefið út lögin „Ljósalagið” og „then I saw you”. Lagið verður aðgengilegt á Spotify og öllum helstu streymisveitum. „Listakonan Elísabet, eða Eló, er svolítið að fikta í hinu […]
Goslokalitahlaup í boði Ísfélagsins

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að eldgosið á Heimaey lauk verður hlaup í boði Ísfélagsins sem allir geta tekið þátt í þann 7. júlí kl. 15:30. Rútuferðir verða í boði frá bílastæðinu austan við Fiskiðju kl. 14:45. Upphitun hefst kl. 15:15 undir stjórn Íþróttaálfsins og ræsir hann hlaupið með litasprengju kl. […]
Þakklát mömmu fyrir hvatninguna

„Ég myndi segja að ég sé frekar fjölbreytt. Ef ég fæ leið á einhverjum stíl þá færi ég mig yfir í eitthvað allt annað” segir Sunna Einarsdóttir, ung og upprennandi myndlistakona og eyjamær sem verður með sýningu yfir Goslokin í Craciouskró á Skipasandi. Með henni verður Unnar Gísli Sigurmundsson, sem gengur undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, […]
Farþegar Herjólfs 108 þúsund fyrstu fimm mánuði ársins

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs í vikunni og gerði grein fyrir rekstri félagsins fyrstu fimm mánuði ársins, m.a. farþegaflutningum og rekstrarstöðu. Staða Herjólfs er í samræmi við áætlanir um starfsemi og rekstur félagsins. Fyrstu fimm mánuði ársins var farþegafjöldi Herjólfs 107.961 farþegar. (meira…)