Staða Vinnslustöðvarinnar er sterk

„Það hafa engar umræður um að skrá félagið á markað átt sér stað meðal hluthafa,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Binni, þegar hann var spurður um sögusagnir um að félagið væri á leið á markað. Eins hefur flogið fyrir að nú þrengi að hjá VSV og uppi séu hugmyndir um að selja togarann Þórunni […]
Grænar Eyjar, orkuöryggi og jarðgöng

Starfshópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði til að koma með tillögur um aðgerðir sem heyra undir ráðuneytið og eflt geta samfélagið í Vestmannaeyjum skilaði af sér á mánudaginn 9. október. Fékk Guðlaugur Þór skýrsluna í hendur við athöfn í Eldheimum. Tillögurnar snúa m.a. að bættu orkuöryggi hvað varðar dreifi- og flutningskerfi […]
Andlát: Kristófer Þór Guðlaugsson

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓFER ÞÓR GUÐLAUGSSON vélstjóri Lést 11. nóvember á dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Útför hans fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. nóvember klukkan 13. Blóm afþökkuð. Þórunn Þorbjörnsdóttir Anna Kristín Kristófersdóttir – Viktor Þór Reynisson Guðlaugur Kr. Kristófersson Lilja Rós Kristófersdóttir – Miquel Thompson Hafþór […]
Merkileg sýning um einstakan mann

Hún er áhugaverð sýningin sem opnuð var í Einarsstofu á Safnahelgi og stendur enn. Sýningin er í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar á Sóla, Eyjamanns og blaðamanns sem ruddi braut og skapara Siggu Viggu svo eitthvað sé nefnt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur fjallaði um listamanninn af mikilli snilld. Ástþór Gíslason, sonur Gísla og Sunna Ástþórsdóttir […]
“Eitt flottasta herrakvöld sem haldið hefur verið”

Herrakvöld ÍBV handbolta fer fram föstudaginn 17. nóvember. Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Logi Bergmann. Borðhald hefst klukkan 20:00 og eru fastir liðir á dagskrá eins og Happdrætti, Pílukeppnin og pöbbkviss. Miðaverð er 7.000 kr. En miðasala fer fram hjá Viktori Rakara og hjorvar@ibv.is. “Ekki láta ykkur vanta á herrakvöld ÍBV. Um er að […]
Ný eyja reis úr hafi fyrir 60 árum

Guðni Einarsson – Surtseyjareldar hófust öllum að óvörum fyrir 60 árum. Skipverjar á Ísleifi II VE 63 urðu fyrstir varir við eldgosið. Þeir voru einskipa á línuveiðum á þessum slóðum snemma að morgni 14. nóvember 1963. Guðmar Tómasson skipstjóri og Árni Guðmundsson vélstjóri fóru upp á dekk um sjöleytið og fundu þá einkennilega lykt sem […]
KPMG áfram með endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, þ.e. 2023-2025. Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustuna þegar áætlaður kostnaður er á bilinu frá 1 milljón til 15 milljóna króna. Auglýst var eftir tilboðum frá þeim aðilum sem eru með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum en það eru Deloitte […]
Einhverfa mitt áhugasvið

Sigurlaug Vilbergsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún flutti til Vestmannaeyja árið 2018 og er gift Jóhanni Sigurði Þórarinssyni tölvunarfræðingi og rafeindavirkja hjá Geisla. Sigurlaug starfar hjá Fjölskyldu- og fræðslusviði í Vestmannaeyjum og er með einkarekstur í Reykjavík. Sigurlaug eða Sía eins og hún er oft kölluð á þrjá syni frá fyrra hjónabandi sem […]
Hátíðarhöldum í Eldheimum vegna 60 ára afmælis Surtseyjar aflýst

Í ljósi þeirrar alvarlega stöðu sem komin er upp þá þykir okkur ekki við hæfi að fagna þessum tímamótum að sinni. Við viljum engu að síður hvetja fólk til að koma í Eldheima næstu daga og skoða ljósmyndasýningu með nýjum og einstökum myndum Golla ljósmyndara, sem hann tók í Surtsey sl. sumar. Umhverfisstofnun, Vestmannaeyjabær/Eldheimar. (meira…)
Halldór kveður eftir rúmlega þriggja áratuga starf

Halldór Hallgrímsson kveður nú í nóvember Landakirkju og Kirkjugarð Vestmannaeyja eftir 33 ára starf þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu Landakirkju. Halldór tók við stöðu kirkjugarðsvarðar og staðarhaldara Landakirkju árið 1990 og hefur unnið mikið og gott starf síðan. Bæði Landakirkja og kirkjugarðurinn hafa gengið í gegnum töluverðar breytingar á þeim tíma en […]