Strákarnir taka á móti HK í dag

ÍBV tekur á móti HK í tíundu umferð Bestu deildarinnar á Hásteinsvelli í dag kl 18.00. ÍBV er í neðsta sæti deildarinnar sem stendur með sex stig. ÍBV tapaði 2-1 gegn Fylki í síðustu umferð á loka mínútum leiksins. Strákarnir þurfa á stuðningi að halda. Mætum á völlinn og styðjum ÍBV til sigurs. (meira…)
Hægt á veiðum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á mánudag. Veiðiferðin var stutt hjá báðum, vel aflaðist en veður var hins vegar ekki hagstætt. Afli beggja skipa var blandaður en mest var af þorski. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veiðiferðin hafi einkennst af flótta undan veðri. „Við byrjuðum á […]
ÍBV Íslandsmeistari í handbolta 2023

Erlingur Richardsson leiddi sína menn til sigurs gegn Haukum, 25:23 sem tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn í handbolta 2023. Stemning fyrir leik, í leiknum og eftir leik í fullri Íþróttamiðstöðinni mun seint gleymast. Eftir að hafa tapað niður tvö núll forystu gegn Haukum í úrslitunum niður í tvö tvö var greinilegt frá fyrstu mínútu að Eyjamenn ætluðu […]
Samræður um heilbrigðismál í Eyjum

Kristrún Frostadóttir heldur opinn fund í Vigtinni bakhúsi Samfylkingin hefur á síðustu vikum haldið 35 opna fundi um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur ýtt úr vör. Nú er komið að Eyjum. Kristrún verður í Vestmannaeyjum miðvikudag 31. maí og […]
Íslandsmeistarar verða krýndir í Vestmannaeyjum í dag

ÍBV tekur á móti Haukuk í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 19:00 í kvöld þar sem sigurliðið mun lyfta Íslandsmeistaratitlinum í lok leiks. ÍBV vann fyrstu tvo leiki liðanna en Haukar hafa unnið síðustu tvo leiki í einvíginu eftir að Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH. Miðasala […]
Stelpurnar fá Tindastól í heimsókn

Það er komið að næsta heimaleik í Bestudeild kvenna en í dag klukkan 17:00 tekur ÍBV á móti Tindastól. Liðin sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og því má búast við hörku leik á Hásteinsvelli í dag. (meira…)
Elliði í liði mánaðarins í þýsku úrvalsdeildinni

Elliði Snær Viðarsson hefur leikið einstaklega vel með Gummersbach á sínu fyrsta keppnistímabili á ferlinum í efstu deild þýska handknattleiksins. Segja má að Eyjamaðurinn hafi kórónað frábært keppnistímabil í leikjum með Gummersbach í maí og hreinlega farið á kostum. Frammistaðan skilaði Elliða Snæ sæti úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir maímánuð. Þar af leiðandi stendur valið […]
Harpa Valey í Selfoss

Handbolta landsliðs konan Harpa Valey Gylfadóttir hefur samið við lið Selfoss til þriggja ára þetta kemur fram í tilkynningu frá liðinu í kvöld en liðið kemur til með að leika í Grill66 deildinni á næstu leiktíð. Harpa hefur leikið með ÍBV allan sinn feril, en flytur nú upp á fasta landið til að taka slaginn […]
Skipalyftan ein stærsta Milwaukee verslun á Norðurlöndum

Það verður glatt á hjalla í Skipalyftunni í dag þegar Milwakee dagurinn fer fram. Kynning verður á nýjum vörum og hægt að gera hagstæð kaup á hinum ýmsu tilboðum sem verða í boði. Benedikt sölumaður hjá Verkfærasölunni sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir væru að hefja hringferð um landið í Vestmannaeyjum. “Það er mikilvægt fyrir okkur að koma […]
Fyrirhugaðar framkvæmdir í Vestmannaeyjahöfn

Á vefsíðu fiskifrétta er fjallað um þau verkefni sem Verkfræðistofan Efla vann fyrir Vestmannaeyjahöfn við greiningu á höfninni sem byggðist m.a. á umsvifum undanfarinna ára sem og samtölum við hagsmunaaðila. Úttektin leiddi einkum þrennt í ljós; að mikil þörf væri á stærra gámasvæði við höfnin, bæta þyrfti við viðleguköntum og bæta aðgengi stærri skipa á […]