Sendiherra Kína kíkti í heimsókn

Fyrir síðastliðna helgi átti sendiherra Kína, He Rulong og eiginkona hans Mme SHen Ting fund með Írisi Róbertsdóttir bæjarstjóra og Angantý Einarssyni framkvæmdarstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Á fundinum var m.a. rætt um Ísland og Kína, Beluga hvalina, Puffin Run og eldgosið á Heimaey árið 1973. Fundurinn var góður og ánægjulegur. (meira…)
Oddaleikur ÍBV-Hauka í dag

Oddaleikur ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna fer fram kl.18:00 í dag. Sæti í úrslitaeinvíginu gegn Valskonum er undir. Upphitun fyrir leik hefst kl. 16:45, grillaðir verða borgarar og stemmingin keyrð í gang. (meira…)
XXX Rottweiler, Una Torfa og Jón Ólafsson ásamt Eyfa, Birni Jörundi og Daníel Ágústi verða á þjóðhátíð

Nú þegar 88 dagar eru til þjóðhátíðar þá fjölgar í hópi þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni en þjóðhátíðarnefnd greindi frá því í tilkynningu rétt í þessu að XXX Rottweiler, Una Torfa og Jón Ólafsson ásamt Eyfa, Birni Jörundi og Daníel Ágústi koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í ár. Áður […]
Víkingar mæta á Hásteinsvöll

Sjötta umferð Bestu deildar karla klárast í kvöld með fjórum leikjum. Fjörið hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Víkingum. Víkingar hafa leikið gríðarlega vel í upphafi tímabils og hafa sigrað alla fimm leiki sína í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar sigrað tvo af fimm leikjum sínum á tímablinu. (meira…)
Hér skapast almannavarnarástand ef vatnsöflun bregst

Vatnsleiðsla til Vestmannaeyja var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í vikunni sem leið. Eyþór Harðarson, bæjarfulltrúi, fór yfir stöðu viðræðna f.h. starfshóps Vestmannaeyjabæjar, um lagningu nýrrar vatnslagnar til Vestmannaeyja, sem í sitja Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Angantýr Einarsson, Brynjar Ólafsson og Sigurjón Örn Lárusson, við innviðaráðuneytið og HS-veitur. Um er að ræða tvenns konar viðræður. […]
Styrkir til verkefna sem ætlað er að auka öryggi sjófarenda

Samgöngustofa veitir árlega styrki til rannsóknarverkefna sem tengjast öryggi skipa, atvinnusjómanna, farþega og búnaðar um borð í skipum en einnig verkefna sem snúa að heilsusamlegu umhverfi sjófarenda. Gert er ráð fyrir að veita styrki til einstaklinga og/eða félaga sem koma með tillögur að lausnum í þessa átt. Heildarstyrkupphæðin hljóðar upp á 2.500.000 krónur að hámarki […]
Sætur og sögulegur sigur

Annar leikur ÍBV og FH í undanúrslitum handbolta karla í Vestmannaeyjum í dag hlýtur að fara í sögubækurnar. Slíkur var viðsnúningurinn. Eftir jafnar upphafsmínútur tók FH öll völd á vellinum og voru 11:16 yfir í hálfleik. Ekki var staðan björguleg fyrir Eyjamenn þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, 12:20 fyrir gestina. Átta […]
Fótbolti í dag – ÍBV kvenna og KFS

Kl. 14.00 í mæta Eyjakonur Þór/Ka á Hásteinsvelli. „Nú er bara að mæta og hvetja þær til sigurs. Eftir þann leik er bara að rölta sér uppúr og hvetja handboltapeyjana gegn FH,“ segir í tilkynningu frá ÍBV. Sagan er ekki öll, því KFS á sinn fyrsta heimaleik sinn í dag kl 16:00 á Týsvelli. „Sjoppa […]
Baráttan heldur áfram í dag

Í dag klukkan 17.00 mætast ÍBV og FH öðru sinni í undanúrslitum Olísdeildar karla í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrsta leikinn sem fram fór í Kaplakrika á fimmtudagskvöld, 31:27. Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að upphitun hefst klukkan 15:00. “Grillaðir borgarar, bjór og gos til sölu. Krakkar og aðrir áhugasamir geta fengið ÍBV andlitsmálningu. Fjölmennum […]
Fyrsta ljósleiðaratengingin í þéttbýli

Njáll Ragnarsson stjórnarformaður Eyglóar færði þeim Tinnu Tómasdóttur og Bjarna Ólafi Marinósyni sem búa í Dverghamri blómvönd í tilefni af því að þau fengu fyrstu ljósleiðaratenginguna í Þéttbýli frá Eygló. Aðalfundur félagsins var haldinn í vikunni og er vinna við að ljósleiðaravæða Eyjarnar í fullum gangi. Af heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. (meira…)