Baráttan heldur áfram

„Þetta kemur mér í rauninni ekki á óvart miðað við allt sem á undan er gengið. Þegar hver dómsmálaráðherrann á fætur öðrum hefur haft það á stefnuskránni að fækka þessum embættum þá er alltaf spurningin hvenær það raungerist, hvað sem hver tautar og raular. Bæjarstjórn hefur háð mikla baráttu í gegnum tíðina gegn þessu en […]

Bleikt boð í Höllinni á morgunn

Við minnum alla á Bleika boðið sem haldið verður í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum á morgunn föstudaginn 6. október. Bleika boðið er fyrir alla, konur og karla. Húsið opnar kl. 19:00 en viðburðurinn hefst 19:30. Í boði verður girnilegur ítalsku platti að hætti Einsa Kalda. Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir færir okkur sitt […]

Staða á móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku var farið stöðu flóttamanna í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær hefur tekið á móti 29 flóttamönnum það sem af er árinu. Af þeim búa 19 áfram í Eyjum en aðrir hafa flutt í burtu, flestir aftur heim eða sameinast fjölskyldum sínum annars staðar. Þeir sem enn eru í Eyjum eru […]

Hefði kosið að sýslumannsembættið yrði auglýst

„Svarið við þessari spurningu er, að dómsmálaráðherra er ekki að leggja niður sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum. Eins og kynnt var í síðustu viku sagði núverandi sýslumaður upp störfum og óskaði eftir því að fá lausn strax. Það er unnið að breytingum í málefnum sýslumanna á landinu öllu og þess vegna er sýslumaðurinn á Suðurlandi sett yfir […]

Sparnaður upp á 2,5 milljarða hvarf á leið til Eyja

Sjóvarmadælan02

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum þegar hann var spurður um 7,9% hækkun á heita […]

Þokkalegri pysjuvertíð lokið

Pysjueftirlitið birti rétt í þessu lokatölur fyrir vertíðina 2023. Samtals voru 3.015 pysjur skráðar í eftirlitið í ár, þarf af 1.190 vigtaðar. Tímabilið í ár náði yfir 50 daga, sem er 14 dögum lengra en meðaltímabil síðustu 20 árin. Pysjueftirlitið hóf göngu sína árið 2003 og hefur því gögnum verið safnað í 21 ár. Síðustu […]

Breytt barnavernd yfir kostnaðaráætlun

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór, á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs, yfir stöðu barnaverndarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Þjónustan er í breyttu formi í kjölfar breyttra Barnaverndarlaga. Breytingarnar hafa reynst vel en þeim fylgir þó aukinn kostnaður fyrir sveitarfélög og þar með talið Vestmannaeyjabæ. Með tilkomu Umdæmisráða í barnavernd verður meiri umfang í kring um hvert og eitt mál […]

VSV – Fyrri hálfleik síldveiða lýkur senn

„Við eigum eftir þrjár landanir til að ljúka veiðum á norsk-íslenskri síld í ár. Sú vertíð hefur gengið afar vel og aflaheimildir VSV og Hugins eru samanlagt um 10.000 tonn,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Þegar þessum veiðum lýkur verður hlé þar til síðari síldarhálfleikurinn hefst undir lok októbermánaðar, ef að líkum lætur. Þá […]

Loka fyrir almenna umferð í Friðarhöfn

Skipulag við Friðarhöfn var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í liðinni viku. Starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir við Friðarhöfn. Þar á meðal lokanir fyrir almenna umferð inn á vinnusvæði hafnar. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir kynninguna og er hlynnt fyrirhuguðum framkvæmdum og breyttu umferðarskipulagi. Botn-Gatnagerð_Lokun á almenna umferð á hafnarsvæði.pdf […]

Aglow fundur í kvöld

IMG 20200923 164453

Næsti Aglow fundur verður í kvöld 4. október kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Helgina 29. sept – 1. okt var Aglowhelgi  í Skálholtsbúðum og var yfirskriftin Undir Opnum Himni. Konur sem voru á helginni munu segja frá reynslu sinni. ,,Ég er ljós heimsins“ segir Jesús (Jóh.8.12). Hann segir einnig: ,,Þér eruð ljós jarðar“ (Matt 5.14). […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.