Kristín Þórðardóttir sett sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur sett Kristínu Þórðardóttur, sýslumanninn á Suðurlandi, tímabundið sem sýslumann í Vestmannaeyjum, frá 1. október nk. til og með 30. september 2024. Tilefni setningarinnar er beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem var skipuð í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Kristín Þórðardóttir mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili. […]
Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]
ÍBV áfram í Evrópukeppninni en urðu fyrir áfalli

ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal á laugardag, 27:26. ÍBV vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á […]
Örlög ÍBV geta ráðist í dag

Þrír leikir fara fram í neðri huta Bestudeildarinnar í dag. Um er að ræða næst síðustu umferðina í deildinni en sú síðasta fer fram laugardaginn 7. október. Andstæðingar ÍBV í dag eru HK og fer leikurinn fram í Kórnum í Kópavogi og hefst klukkan 17:00. ÍBV þarf nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni en […]
ÍBV stelpur í góðri stöðu

Síðari viðureignin ÍBV gegn portúgalska liðinu Colegio de Gaia fer fram í dag klukkan 17. Samanlagður sigurvegari leikjanna tekur sæti í 2. umferð. ÍBV skoraði sex síðustu mörk og tryggði sér þar með sigur á portúgalska liðinu, 27:23, í fyrri viðureign liðanna í gærkvöldi í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Leikurinn fór fram í […]
Minningar sem vöktu mikil viðbrögð

Eyjapistlar voru rifjaðir upp og flutt lög eftir Gísla Helgason blokkflautuskáld og fleiri snillinga í Salnum að kvöldi 27. september. Pistlarnir rifjuðu auðheyrilega upp margar gamlar minningar og vöktu mikil viðbrögð viðstaddra. Gísli var í fararbroddi, kynnti pistlana og lögin auk þess að syngja og spila á blokkflautu. Aðrir í föruneytinu voru Þórarinn Ólason, söngur […]
Eygló opnar fyrir ljósleiðaratengingar í austurbænum

Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf í Vestmannaeyjum. Íbúar neðangreindra húsa eru hvattir til að hafa samband við sína internetveitu og kanna hvort að […]
Eyjablikksmótið hefst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hefst í dag, föstudag og lýkur á sunnudag. Á mótinu etja kappi keppendur í 5.flokki karla og kvenna eldri. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni og fylgjast með stjörnum framtíðarinnar á parketinu. Leikjaplan fyrir helgina er hér og einnig komið á Torneopal. Strákar: https://islandsmot23-24.torneopal.com/taso/sarja.php… […]
Viðhorf íbúa landsbyggðarinnar til bráðaþjónustu í heimabyggð

Heilbrigðisráðuneytið birtir niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir ráðuneytið á viðhorfum fólks á landsbyggðinni til bráðaþjónustu í heimabyggð. Könnunin veitir m.a. innsýn í ólík viðhorf og væntingar fólks til þjónustunnar s.s. eftir búsetu, aldri, reynslu af bráðaþjónustu í heimabyggð og ýmsum fleiri þáttum. Niðurstöðurnar veita vísbendingar um styrkleika bráðaþjónustu í landinu og hvaða þætti hennar þarf helst […]
Evrópuleikir í Portúgal

Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV gegn portúgalska handknattleiksliðinu Colegio de Gaia í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Fyrri viðureignin fer fram síðdegis í dag en sú síðari á laugardaginn í Vila Nova de Gaia við norðaustur strönd Portúgal, nánast í túnfætinum á Porto. Colegio de Gaia hefur farið afar vel af stað í […]