Eyjapistlar voru rifjaðir upp og flutt lög eftir Gísla Helgason blokkflautuskáld og fleiri snillinga í Salnum að kvöldi 27. september. Pistlarnir rifjuðu auðheyrilega upp margar gamlar minningar og vöktu mikil viðbrögð viðstaddra.
Gísli var í fararbroddi, kynnti pistlana og lögin auk þess að syngja og spila á blokkflautu. Aðrir í föruneytinu voru Þórarinn Ólason, söngur og slagverk, Grímur Gíslason, slagverk, Herdís Hallvarðsdóttir, bassi og söngur, Hafsteinn Guðfinnsson, gítar og söngur, Sigurmundur G. Einarsson gítar, Magnús R. Einarsson gítar og Unnur Ólafsdóttir söngur.
Mynd Guðni Einarsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst