Þriðji leikur hjá stelpunum í dag og rútuferðir í Kaplakrika á morgun

Í dag fer fram þriðji leikur í undanúrslitaeinvígi ÍBV og Hauka í Olísdeild kvenna. Hvort lið hefur unnið einn leik til þessa, en það þarf þrjá sigra til þess að tryggja sér sæti í úrslitunum. Klukkan 18:30 verður boðið upp á upphitun fyrir Krókódílana. “Þar verða pizzur og drykkir í boði og við keyrum upp […]
Alþjóðabænadagur kvenna – AGLOW samvera

Bænasamverustund verður Í Landakirkju kl. 17.00 miðvikudaginn 3. maí. Þessi stund kemur í stað Aglow fundar. Á stundinni verður farið yfir efni dagsins sem kemur frá Taiwan. Konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða söng undir stjórn Kittyar. Eftir stundina kl. 17.45 verður gengið (einnig pláss í bíl) um bæinn og staðnæmst á nokkrum stöðum og […]
Mæta Stjörnunni á útivelli

Leikið verður í annari umferð Bestu deildar kvenna í dag. ÍBV stelpurnar mætita liði Stjörnunnar á Samsungvellinum í Garðabæ og hefjast leikar klukkan 18:00. ÍBV liðið byrjaði mótið vel og sigraði Selfoss á Hásteinsvelli í fyrstu umferðinni. (meira…)
Drógu strandveiðibát að landi

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í morgun til aðstoðar strandveiðibát sem var í vandræðum með vélbúnað. Báturinn var staddur fyrir utan Vestmannaeyjar. Útkall á björgunarskipið Þór barst klukkan 5:49 í morgun og var skipið lagt úr höfn í Vestmannaeyjum kl. rétt rúmlega 6 til aðstoðar strandveiðibát þar sem sjódæla um borð hafði gefið sig. Þór […]
Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir

Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir verklag starfshóps fyrir Vestmannaeyjahöfn sem mun skila niðurstöðum í byrjun júní 2023. Starfshópur styðst við skýrslu EFLU. Fram kemur í niðrstöðu ráðsins að í skýrslunni er að finna margar og fjölbreyttar hugmyndir um framtíðarsýn hafnarsvæðisins í […]
Kitty Kovács er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023

Tilkynnt var um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2023 í Eldheimum í dag. Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög áður en Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynnti viðstöddum um valið. En það var Kitty Kovács organisti og kórstjóri sem hlaut viðurkenninguna bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023. Njáll sagði bæjarráð hafa staðið frammi fyrir erfiðu vali þegar farið var yfir […]
Dagskrá 1. maí

1. maí verður haldinn hátíðlegur í AKÓGES með kaffisamsæti og dagskrá Dagskrá: Kl. 14.00 Húsið opnar Kl. 14:30 Kaffisamsæti 1. maí ávarp flutt Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistaratriðin. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyja sendir launafólki hátíðar- og baráttukveðjur í tilefni dagsins. (meira…)
Humarveiðibann

Sigurgeir B. Kristgeirsson binni@vsv.is Áhugavert og upplýsandi viðtal sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni tók við Jónas Pál Jónasson, Eyjamann og Skuldara sem er humarsérfræðingur Hafró. Viðtalið birtist í Bændablaðinu: Humarveiðar hafa verið stundaðar við Ísland frá 1950, fyrst eingöngu af erlendum skipum en rétt fyrir 1960 hófust humarveiðar Íslendinga við suðurströndina. Mest fór […]
Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2023

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2023 í Eldheimum mánudaginn 1. maí kl 11:00. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs mun tilkynna um valið á bæjarlistamanni Vestmannaeyja 2023. Í framhaldi af því munu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja leika nokkur lög. (meira…)
Stóri plokkdagurinn 2023

Stóri plokkdagurinn er í dag og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Hreinsum náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Gaman er að gera daginn að fjölskyldudegi þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn […]