Yngvi framlengir við Hamar

Yngvi Borgþórsson hefur framlengt við knattspyrnufélagið Hamar í Hveragerði um annað ár. Í tilkynningu félaginu sem fótbolti.net greinir frá segir: “Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn.” Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, […]

Eyjapistlar og Eyjalög í Salnum á morgun

Þann 16. sept. skrifaði Ómar Garðarsson ritstjóri Eyjafrétta: Meðal merkustu viðburða á Goslokahátíð 2023 var dagskrá í Eldheimum, Gísli Helgason og Eyjapistlarnir ógleymanlegu í Ríkisútvarpinu. Voru þeir á dagskránni frá 7. febrúar 1973 til 25. mars 1974. Þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir, afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt […]

Strákarnir leika báða leiki á útivelli

Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivelli. Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center Sportif í Differdange, sem er suð vestur af borginni Luxemborg, við frönsku landamærin. (meira…)

Óperutónleikar í Eldheimum

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur óperutónleika í Eldheimum föstudaginn 29. september kl. 19:00. Aðalsöngvari tónleikanna er Eyjamaðurinn og tenórinn Alexander Jarl Þorsteinsson en auk hans koma Monica Iusco sópran og Kvennakór Vestmannaeyja fram með hljómsveitinni. Fluttar verða margar af helstu perlum óperusögunnar sem sumar hverjar hafa verið í uppáhaldi hjá Alexander Jarli frá unga aldri eða allt […]

Opið fyrir umsóknir í “Viltu hafa áhrif 2024”

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?” Nýbreytni Ákveðið hefur verið að tvískipta úthlutun heildarstyrkfjárhæðarinnar fyrir næsta ár. Þannig geta umsækjendur ýmist sótt um styrk nú fyrir verkefni á fyrri hluta næsta árs, eða seinna þegar líður á árið 2024, í tengslum við […]

Lundasumarið 2023

lundar_tms

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera sumarið upp. Pysjueftirlitið er að detta í 3000 bæjarpysjur, sem þýðir að bæjarpysjan er þá ca. 5000 pysjur og miðað við að bæjarpysjan sé um eða innan við 1%, þá er pysjufjöldin úr öllum fjöllum Vestmannaeyja ca. 5-700 þúsund og miðað við tæplega 90% varp, […]

Fá Aftureldingu í heimsókn

Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum í dag með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni um næstu helgi er þess freistað að færa leikinn framar í vikuna. Flautað verður til leiks klukkan 19:00. (meira…)

Yfirfara og meta skipurit GRV

Grunnskóli Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Fram kom á fundinum að skapast hefur tækifæri til að yfirfara og meta skipuritið hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Lagt er til að skipaður verði starfshópur til að vinna að því og í honum verði, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fræðslufulltrúi sem verður jafnframt formaður stýrihópsins, formaður […]

Kveikjum neistann verkefnið heldur áfram að þróast

Núna eru þrír árgangar af fjórum komnir í verkefnið sem hefur leitt af sér ýmsar spennandi áskoranir. Ástríðutímar eru stór þáttur í verkfeninu sem ganga út að nemendur fái að velja og markmiðið að aðstoða þau við að finna sína ástríðu. Ástríðutímar hafa verið síðan Kveikjum neistann hófst en í ár var gerð breyting á […]

Kvennaleiknum frestað

Vegna veðurs og þar með breytingu á ferðum Herjólfs í dag sunnudag hefur leik ÍBV og Aftureldingar í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag verið frestað til morguns, og fer því fram 25.9 kl 19:00. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.