Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera sumarið upp.
Pysjueftirlitið er að detta í 3000 bæjarpysjur, sem þýðir að bæjarpysjan er þá ca. 5000 pysjur og miðað við að bæjarpysjan sé um eða innan við 1%, þá er pysjufjöldin úr öllum fjöllum Vestmannaeyja ca. 5-700 þúsund og miðað við tæplega 90% varp, má reikna með að fjöldi fullorðins lunda í Vestmanneyjum sé ca. 15-1600 þúsund og miðað við pysjufjöldan síðustu 5 árin, þá er lundastofninn í Vestmannaeyjum ca. 5 milljónir fugla.
Einhverjum finnst þetta kannski háar tölur, en hafa verður í huga að þegar ástand lundans var sem best hér í Eyjum, þá var alltaf talað um að hann væri ca. 8 milljónir, þannig að töluvert vantar upp á að við náum aftur fyrri styrk, en svolítið sérstakt þegar maður rennir yfir þessar tölur að hugsa til þess að fuglafræðingar á Íslandi hafa fyrir nokkrum árum síðan komið lundanum á válista á þeim forsendum að stofninn telji aðeins um 2 milljónir fugla á Íslandi.
Mín skoðun er hins vegar óbreytt, ég tel að heildarfjöldi lunda á Íslandi sé a.m.k. upp undir 20 milljónir fugla.
Það olli töluverðum vonbrigðum að sjá frá núverandi umhverfisráðherra nýja nefnd sem á að fjalla um fuglaveiðar á Íslandi í samráði við hagsmunaaðila, en þar er enginn lundaveiðimaður. Mjög sérstakt og eiginlega stórfurðulegt, en ég held að við hér í Eyjum þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur amk ekki á meðan bæjarstjórnin stendur í lappirnar og svo er að sjálfsögðu ekkert mál að skoða allan lundann sem er hér yfir besta tímann.
Hafa verður þó í huga, að þessi seinkun hjá lundanum um amk mánuð ætti að vera rannsóknarverkefni út af fyrir sig, og ekki bara það, heldur virðist skrofan hafa seinkað sér líka, en miðað við það sem ég hef heyrt, þá voru veiddir ca. tæplega 2000 lundar í Vestmannaeyjum í sumar, sem er að sjálfsögðu bara dropi í hafið miðað við pysjufjöldann.
Þó ég sé nú enginn sérfræðingur í málefnum lundans, þá fæ ég samt alltaf nokkrar spurningar sem ég ætla nú að reyna að svara hér.
Margir veiðimenn höfðu samband við mig eftir að hafa hlustað á konu í viðtali á RÚV í byrjun ágúst, sem ég veit ekki betur að sé fædd og uppalin hér í Vestmannaeyjum, fá þá spurning:
Hvers vegna fljúga lundapysjurnar á ljósin í bænum?
og heyra þetta furðulega svar:
Þær ruglast á ljósunum og stjörnunum.
Þar sem ég þekki manneskjuna, þá prófaði ég að senda á hana fyrirspurn, hvort að hún hafi ekki verið að ruglast á t.d. glampanum frá sjónum og ljósunum, eða einhverju slíku? En fékk þetta skemmtilega svar:
Þú veist ekkert hvað pysjurnar hugsa.
Þannig var nú það, en ástæðan fyrir því að pysjan flýgur aðallega í myrkri er til þess að sleppa við að vera étin á leiðinni niður á sjó, þar sem hún eyði amk 80% af ævinni.
Ruglingurinn í sambandi við ljósin er að mínu mati einfaldlega vegna þess, að hún sér eitthvað og bara eðlilegt að stefna því á það sem þú sérð.
Ég var spurður af því í sumar, hvort veiðst hefði lundi í Vestmannaeyjum sem merktur var annarstaðar?
Mér er ekki kunnugt um að pysjur séu merktar annarstaðar á landinu, en ef svo er, þá er það alveg klárlega í mjög litlu magni, allavega miðað við hér.
Ég hef einnig þurft að heyra ansi oft þá fullyrðingu, að þegar allt fyllist af lunda hér í byrjun ágúst, þá sé það hugsanlega lundi sem er að koma að norðan. Ég tel einfaldlega að þetta sé alrangt, enda engar sannanir séð fyrir þessu, enda nokkuð augljóst að lundi sem hefur klárað sín mál í sinni heimabyggð, til hvers í ósköpunum ætti hann að koma hingað?
Það er líka hægt að svara þessu á annan hátt, en eftir því sem ég veit best hefur verið lítið um endurheimtur á merkjum frá Eyjum síðustu árin. Fyrir ca. 35-40 árum síðan var ég á leiðinni upp í Klif, en sé þá að það er maður þar, svo ég settist bara bakvið klett í brekkunni. Mikið af fugli þar á þeim tíma og háfaði á stuttum tíma 46 lunda, en ég man alltaf eftir þessu vegna þess, að það voru 20 merktir. Einnig fékk ég einu sinni 12 merkta neðst í Vatnsskilunum á þessum árum, en yfirleitt fékk maður kannski 1 merktan á viku vestur á fjalli eða í suðurfjöllunum, þannig að lundinn sem er merktur sem bæjarpysja fer því ekkert mjög langt og heldur sig því, að mestu leyti, þar sem hann kemur upphaflega úr varpi og þar sem ekkert hefur verið veitt í Klifi, Heimakletti og Halldórsskoru vestur á fjalli síðustu 15 árin eða svo, þá er eðlilegt að lítið sé um endurheimtu á merkjum.
Að gefnu tilefni. Ég hef eins og allir aðrir fylgst með umræðunum um hinar mjög svo umdeildu hvalaveiðar. Fyrir mér, sem sjómanni, þá er allt sem er í hafinu ein heild og ef þú tekur af einum stofni, sem margir nýta, þannig að ójafnvægi skapast í hafinu, þá að sjálfsögðu lenda þeir stofnar sem neðstir eru í goggunarröðinni illi í því. Nú er metfjöldi af þorski á Íslandsmiðum og allt fullt af hval. Á meðan við nýtum ekki þessa stofna, eins og vera ætti, þá mun það að sjálfsögðu, fyrr eða síðar, bitna á þeim sem eru aftast í röðinni og það eru að sjálfsögðu fuglastofnarnir.
Óska öllum gleðilegrar skemmtunar á lundaballinu.
Georg Eiður Arnarson
https://eyjar.net/fiskveidiaramot-2023/
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst