Gerðu út um leikinn á átta mínútum

ÍBV sótti þrjú mikilvæg stig í leik gegn Keflavík á útivelli í dag og lokatölur 1:3. Markalaust var í fyrri hálfleik en Keflavík  tók forystu með marki á 66. mínútu. Það kveikti heldur betur í Eyjamönnum sem skoruðu þrjú mörk á átta mínútum. Hermann Þór reið á vaðið á 70. mínútu, þá var komið að […]

Góður sigur í fyrsta leik undanúrslitanna

Eyjakonur mættu Haukakonum í fyrsta leik  undanúrslitanna í úrvalsdeild í Vestmannaeyjum í dag og höfðu betur, 29:22. Í hálfleik var staðan 12:10. Framan af í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum en heimakonur tók öll völd á vellinum í síðari hlutanum og unnu verðskuldað með sjö mörkum. Hrafnhildur Hanna var frábær í leiknum og skoraði […]

Árleg vorhátíð Landakirkju á morgun

Landakirkja býður öllum bæjarbúum til árlegrar vorhátíðar sinnar á morgun sunnudaginn 30. apríl kl. 11:00. Að vanda verður boðið upp á fjöruga barnamessu en Sunday School Party Band mun leika undir. Að stundinni lokinni göngum við svo í kringum kirkjuna og í gegnum kirkjugarðinn og plokkum í tilefni af Stóra plokkdeginum. Sóknarnefnd býður öllum upp […]

Spá mín rættist – ófremdarástand í útlendingamálum

asm_fr_ads_23_cr

Árum saman hef ég varað við því hvert stefnir í málefnum hælisleitenda. Ég hef ekki verið hræddur við að ræða þau vandamál sem fylgja of stórum hópi hælisleitenda en hlotið bágt fyrir hjá þingmönnum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata hvers þingmenn telja ekki nóg að gert í móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Úr ranni […]

Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í dag

Í dag hefjast undanúrslit Olísdeildar kvenna. Stelpurnar okkar fá Hauka-konur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:40. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Í hálfleik verður Krókódílum boðið upp á léttar veitingar. “Nú er ráð að koma sér í úrslitakeppnis-gírinn, mæta á leikinn og styðja ÍBV til sigurs!,” segir í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Hafnarstarfsmenn og starfsfólk leikskóla í verkfall?

Á hádegi í dag, 28. apríl, hófst atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir BSRB félaga í Hafnafirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Árborg, Hveragerði og Vestmannaeyjum, vegna kjaradeilu aðildarfélaga BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga. Kosningu lýkur á hádegi á fimmtudag 4. maí og verða niðurstöður kynntar í kjölfarið. Þetta kemur fram á heimasíðu BSRB Verði verkfallsboðun samþykkt mun starfsfólk leikskóla, grunnskóla, […]

Finnbjörn A. Hermannsson kjörinn forseti ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag kjörinn forseti ASÍ á 45. þingi Alþýðusambands Íslands. Finnbjörn var sjálfkjörinn í embættið og engin mótframboð bárust. Finnbjörn hefur áratuga reynslu af störfum í verkalýðshreyfingunni. Hann lét nýlega af störfum sem Formaður Byggiðnar, áður Trésmíðafélags Reykjavíkur þar sem hann hafði verið í forsvari í 26 ár. Þá voru kjörnir […]

Leggjum hátíðina auðmjúkir í ykkar hendur

Það er komið að þessu – dagurinn er runninn upp og nú hættum við og leggjum hátíðina auðmjúkir í ykkar hendur kæru gestir. Nú er það í ykkar höndum að gera hátíðina að árlegum viðburði, að hátíð þar sem fólk vill opna hús sín og hátíð sem allt okkar besta tónlistarfólk vill sækja heim ár […]

Mjaldrarnir flytja í Klettsvík

Flutningur stendur nú yfir á mjöldrunum Litlu-Grá og Litlu-Hvít á nýjar heimaslóðir sínar í  Klettsvík. Þegar þetta er ritað en annar hvalurinn kominn út í víkina og gekk allt að óskum en flutningur stendur yfir á þeim seinni. Ef allt gengur eins vonast er til er um varanlegan flutning að ræða. Griðarstaðurinn í Klettsvík sem […]

Fræðslufundur um atvinnumál fatlaðs fólks

Setrid

Þroskahjálp í Vestmannaeyjum býður til fundar um atvinnumál fatlaðs fólks. Fundurinn verður haldinn í dag 28. apríl í Visku – Ægisgötu 2 frá kl 12:00-13:00. Boðið verður upp á súpu og brauð. Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp í Reykjavík mun leiða fundinn. Með henni verður Guðlaug M. Dagbjartsdóttir frá Vinnumálastofnun. Sara Dögg mun […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.