ÍBV heimsækir stjörnuna í bikarslag

Það eru átta leikir á dagskrá í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fara af stað með spennandi Bestu deildarslag í kvöld, þegar Stjarnan tekur á móti ÍBV í beinni útsendingu á RÚV. Stórlið Breiðabliks, Vals, KA og KR eiga öll leiki við neðrideildalið. Leiknir R. og Selfoss eigast svo við í Lengjudeildarslag áður en Fram etur […]

Skoða aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum

DSC 1200

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs en ráðið ræddi skipan sérstaks starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Á þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í Vestmannaeyjum. Bæjarráð skipar í hópinn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, umhverfisfulltrúa […]

ÍBV mætir FH í undanúrslitum

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það varð ljóst eftir að liðin sendu andstæðinga sína, Selfoss og Stjörnuna, í sumarfrí í gærkvöldi. ÍBV vann Stjörnuna öðru sinni í hörkuleik í TM-höllinni, 27:23. FH fór létt með Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 33:24. Fyrsti leikur FH og ÍBV verður í Kaplakrika […]

Ási ætlar að bjóða einkaferðir til Eyja

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stofnað félagið Þingmannaleið ehf. Tilgangur félagsins er leiðsögn og ferðaþjónusta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Ásmundi þótti þetta fyrst lítið tiltökumál þegar fréttastofa RÚV náði tali af honum og benti á að hann hefði um árabil verið með ferðaþjónustufyrirtækið Laufskála á Hellu á hagsmunaskrá sinni sem þingmaður. „Þetta […]

Ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir óflokkanlegan og lífrænan úrgang

Bæjarráð tók á fundi sínum í liðinni viku fyrir erindi framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um heimild til að leita tilboða hjá söluaðilum og fjármagn til að kaupa 1.200 tvískipt sorpílát og fenúr merkingar til að líma á sorpílát. Vegna breytinga á sorphirðu og innheimtu á sorphirðugjöldum hefur verið ákveðið að taka upp tvískipt sorpílát fyrir […]

Rútuferð: Stjarnan – ÍBV á morgunn

Nú er úrslitakeppnin komin á fullt og tímabært að fá alla með í bátana og láta vaða á þetta! Alvöru stuð og stemning hefur einkennt ÍBV í úrslitakeppni undanfarin ár og núna verður engin breyting á! Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leik ÍBV og Stjörnunnar, leik 2 í 8 liða úrslitum karla. […]

Heimilistónar mæta í Eldheima sjötta maí

Heimilistónar stefna á Eldheima í Vestmannaeyjum sjötta maí nk. Hin stórskemmtilega kvennahljómsveit Heimilistónar er skipuð fjórum af ástsælustu leikkonum þjóðarinnar. Elva Ósk Ólafsdóttir, Vígdís Gunnarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ólafía Hrönn eru ekki bara leikkonur heldur líka söngkonur og hljóðfæraleikarar. Þær slógu í gegn árið 2018 með þátttöku sinni í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar með lagið […]

Georg Eiður – Gleðilegt lundasumar 2023

Lundinn settist upp í Eyjum í gær, 14. apríl, sem er svona í fyrra lagi en samt ekki, því ég hef einhvern tímann séð hann setjast upp 13. apríl, en yfirleitt er þetta á tímabilinu 13. til 20. apríl. Reyndar fréttist af lunda á brúnum Dyrhólaeyjar fyrir ca. 3 dögum síðan og það er ca. […]

Gleðilegt lundasumar 2023

lundi_2017-2.jpg

– Eftir Georg Eið Arnarson Lundinn settist upp í Eyjum í gær, 14. apríl, sem er svona í fyrra lagi en samt ekki, því ég hef einhvern tímann séð hann setjast upp 13. apríl, en yfirleitt er þetta á tímabilinu 13.-20. apríl. Reyndar fréttist af lunda á brúnum Dyrhólaeyjar fyrir ca. 3 dögum síðan og […]

Eyjamenn fóru létt með Stjörnuna

ÍBV vann fyrsta leikinn í slagnum við Stjörnuna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 37:33. ÍBV leiddi frá upphafi og var með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik, 21:17. Næsti leikur  er í TM-höllinni í Garðabæ á mánudagskvöld klukkan 18.00. Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Kári Kristján Kristjánsson 8/7, Arnór […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.