Ljósleiðaravæðing Eyglóar ehf

Nú er farið að hlýna í lofti og biðjum húseigendur að kíkja á áætlaða lagnaleið að eignum sínum, segir í frétt frá félaginu á vestmannaeyjar.is. „Ef breyta þarf áætlaðri leið skal hafa samband með tölvupósti á vidir@vestmannaeyjar.is eða jonthor@vestmannaeyjar.is. Ekki er víst að hægt verði að hnika fyrirhugaðari lagnaleið, en reynt verður að koma til […]

Rauðátan – Noregsferð skilaði góðum árangri

Sannkölluð gullkista við bæjardyrnar – Skrifað undir mjög hagstæða samninga um framtíðarsamstarf Nýtt skref var stigið í rauðátuverkefninu í mars þegar Hörður Baldvinsson, framkvæmdsstjóri Þekkingarsetursins og frumkvöðull að verkefninu, Óskar Matthíasson, skipstjóri á Bylgju VE og Sigurbergur Ármansson, fjármálastjóri Bylgju fóru til fundar við eigendur fyrirtækisins Calanus í Tromsö í Norður Noregi og skoða rauðátuverksmiðju […]

Kvennaráðstefnan Mey – Kraftur kvenna á Heimaey

Innblástur, styrkur, gleði og valdefling kvenna Kvennaráðstefnan Mey – Kraftur kvenna á Heimaey verður haldin í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum 2023. Dagskráin er orðin fastmótuð og er gerð í góðu samstarfi við Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja, Ferðamálasamtök Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæ. Það er Viska – fræðslu og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja sem stendur fyrir ráðstefnunni. Minna Björk Ágústsdóttir […]

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. ÍBV mætir Stjörnunni

Dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ dró úr pottinum, með aðstoð Ingólfs Hannessonar fyrrum íþróttafréttamanni og Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ. 32 liða úrslitin fara fram dagana 19-21. […]

Úrskurðaður látinn

Ökumaður bíls sem fór út af Nausthamarsbryggju í kvöld var úr­sk­urðaður lát­inn samkvæmt  til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um. mbl.is greindi frá því fyrr í kvöld að fjöl­mennt lið lög­reglu, sjúkra­flutn­ings­manna og slökkviliðs hafi verið við störf við höfn­ina í kvöld. Maður­inn var meðvit­und­ar­laus þegar hann náðist úr bíln­um. End­ur­lífg­un bar ekki ár­ang­ur og var maður­inn […]

Bíll fór í höfn­ina í Vest­manna­eyj­um

Bíll fór í höfn­ina í Vest­manna­eyj­um í kvöld. Fjöl­mennt lið lög­reglu, sjúkra­flutn­inga­manna og slökkviliðs er á staðnum. Kafar­ar eru einnig komn­ir í höfn­ina og vinna nú að því kanna hvort ein­hver hafi verið í bíln­um þegar hann fór í höfn­ina. Mbl.is greinir frá. (meira…)

Erindi um steingerðu fótsporin í Surtsey

Á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 12. apríl kl. 15:15 til 16:00, mun Birgir Vilhelm Óskarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Ráðgátan um steingerðu fótsporin í Surtsey“. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6 til 8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar. Í erindinu verður sagt frá rannsóknum […]

Róbert Sigurðarson til Drammen

Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir samning hjá norska úrvalsdeildarliðinu Drammen. Fram kemur á facebook síðu ÍBV Handbolti að Róbert hefur verið einn albesti varnarmaður landsins undanfarin ár og verið algjör lykilmaður í varnarleik ÍBV. Hann gekk til liðs við ÍBV haustið 2017 á láni frá liði Akureyrar. Haustið 2019 voru svo gerð endanleg félagaskipti til […]

Skipun starfshóps til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra

Á fundi framkvæmdar- og hafnarráðs 12. janúar var skipað í starfshóp til að yfirfara verkferla varðandi ráðningu Hafnarstjóra. Formaður ráðsins fór yfir tillögur starfshópsins. Starfshópur sem skipaður var af framkvæmda- og hafnarráði til þess að endurskoða verkferla við ráðningu hafnarstjóra leggur til eftirfarandi viðbót við verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar við ráðningar. “Við ráðningu hafnarstjóra sbr. 4. gr. […]

Lokaumferð Olísdeild karla í dag. Valur-ÍBV

Loka umferðin í Olísdeild karla í handbolta fer fram í dag þar sem ÍBV mætir Val í Origohöllinni kl. 16:00. Í síðasta leik sigruðu þeir Hauka örugglega heima í Eyjum, 38-24, og eru staðráðnir að halda uppi góðum gír. Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til þess að mæta, hita upp fyrir úrslitakeppnina og styðja okkar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.