Bæta lýsingu í innsiglingu

Lýsing í innsiglingu var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Á fundi ráðsins þann 7. desember 2022 var hafnarstjóra falið að skoða útfærslur og kostnað við að bæta lýsingu í innsiglingu. Hafnarstjóri fól Lisku að koma með hugmyndir að lausn. Ekki hefur verið kannaður kostnaður verksins. Ráðið fól í niðurstöðu sinni […]
Helgi Ólafsson gengur til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja

Stórmeistarinn Helgi Ólafsson er genginn í Taflfélag Vestmannaeyja á ný. Frá þessu er greint í frétt á vefnum skak.is. Hjá TV steig hann sín fyrstu skref á skáksviðinu á sjöunda áratugnum. Helga þarf vart að kynna fyrir íslenskum skákmönnum en afrekslisti hans er bæði langur og glæsilegur. Helgi var, ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni og […]
Samtals 18 marka sigrar

Það var góður dagur í gær hjá Bikarmeisturum ÍBV kvenna og Íslandsmeisturum karla ÍBV sem unnu leiki sína með níu marka mun hvort lið í fyrstu umferð Olísdeildarinnar þetta tímabilið. Konurnar unnu 20:29 útisigur á KA/Þór og var Birna Berg markahæst Eyjakvenna með átta mörk, Sunna 5, Elísa 4, Karolina 3, Margrét Björg, Sara Dröfn […]
ÍBV – Keflavík í dag. Eyjastelpurnar efstar sem stendur

Kvennalið ÍBV fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag. Flautað verður til leiks kl: 16. Selfoss er fallið úr deild en ÍBV, Tindastóll og Keflavík eru þar nokkuð jöfn. Leikurinn í dag er því afar mikilvægur fyrir Eyjastelpurnar í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Hvetjum alla að mæta og styðja þær […]
Handboltaliðin hefja leik á útivelli

Bæði handboltalið ÍBV hefja keppni í Olísdeildinni í dag á útivelli. Stelpurnar mæta KA/Þór norðan heiða klukkan 13:00 og strákarnir mæta Stjörnunni í Garðabæ klukkan 18:15. Þessa leiki eins og alla aðra í vetur verður hægt að sjá í beinni útsendingu í Sjónvarpi símans. (meira…)
“Til móts við Eldfell” opnar í dag

Vestmannaeyjabær býður í dag til opnunar á Til móts við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt fólki […]
Hringferð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga fund með flokksmönnum í Ásgarði kl. 10:30 laugardaginn 9. september nk. Boðið verður upp á rjúkandi heita súpu frá Einsa kalda og nýbakað brauð með. Ferðinn er liður í klára hringferð þingflokksins sem hófst sl. vor. Allir velkomnir Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum (meira…)
Hjörvar Gunnarsson ráðinn framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar

ÍBV-íþróttafélag hefur ráðið Hjörvar Gunnarsson sem framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Hjörvar hefur síðustu ár verið búsettur í Reykjavík og starfað meðal annars við innflutning og sem sölumaður hjá Miðlun ehf. “Við bjóðum Hjörvar velkominn til starf og óskum honum velfarnaðar í starfi.” Hjörvar tekur við að Ellert Scheving sem gengdi starfinu […]
Forval vegna útboðs á nýjum streng opnað í september

Viðgerð Landsnets á Vestmannaeyjastreng 3 (VM3) til Vestmannaeyja lauk í byrjun ágúst, eftir að bilun kom upp í strengnum í janúar á þessu ári. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets sagði í samtali við Eyjafréttir viðgerðina hafa gengið vel. Fram hefur komið að Landsnet vinnur áfram að undirbúningi að lagningu nýrra sæstrengja til Vestmannaeyja til þess að […]
Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Strandvegi 51 samþykkt

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í vikunni tillögu að breyttu deiliskipulagi að Strandvegi 51 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ein athugasemd barst ráðinu þar sem meðal annars er farið fram á að lögum sé fylgt vegna breytinga á deiliskipulagi, þá m.a umfang hússins, lóðamörk og að eitt bílastæði skuli fylgja hverri íbúð. Verði þessum lögum […]