Skipin fyllt á einum og hálfum til tveimur sólarhringum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum á miðvikudag og aftur á sunnudag. Í fyrri túr skipanna var mest af ýsu og þorski ásamt kola en í seinni túrnum var mest af ýsu, þorski og ufsa. Skipstjórar skipanna eru afar sáttir við gang veiðanna. Jón Valgeirsson á Bergi segir að veiðin […]
Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]
Greining á uppruna olíumengunar með hafstraumalíkönum

Að beiðni Umhverfisstofnunar var farið í greiningu á reki olíu við suðurströndina á tímabilinu 2020-2022. Ástæðan var talsverður fjöldi olíublautra fugla sem fundist höfðu víðsvegar við strönd suðurlands og í Vestmannaeyjum á þessu tímabilinu. Notuð voru tölvulíkön frá Veðurstofunni og Copernicus-gagnaþjónustu ESB til að greina áhrif hafstrauma, vinda og sjávaralda á rek agna á yfirborði. […]
Fundur um göng til Eyja

Fyrir heimaey stendur fyrir opnum fundi um göng til Eyja klukkan 19:30 í kvöld í Líknarsalnum. Ingi Sigurðsson verður með erindi. Allir velkomnir kv. Stjórn Bæjarmálafélagsins fyrir Heimaey (meira…)
Námskynning í Framhaldsskólanunm

Í dag fara fram námskynningar í Framhaldsskólanunm og verður opið hús fyrir almenning í hádeginu frá klukkan 12-13 þar sem skólinn kynnir námsframboðið. En skólinn býður upp á stúdentspróf með sameiginlegum kjarna og síðan geta nemendur valið um 8 sérhæfingar. Félagsfræði, Náttúrfræði, Íþrótta, Heilbrigðis, Lista, Viðskipta, Fiskeldi og opið svið t.d. fyrir þá sem eru […]
Vestmannaeyjabær tekur á móti allt að 30 flóttamönnum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 30 flóttamönnum. Frá þessu er greint á mbl.is Þetta er níundi samningurinn sem undirritaður er um samræmda móttöku flóttafólks frá […]
Mikilvæg stig í boði í Skógarseli
Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í kvöld þegar ÍR fær ÍBV í heimsókn. Þau eru mikilvæg stigin sem eru í boði í dag því ÍR situr í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. ÍBV getur með sigri komist upp að hlið FH í öðru sæti deildarinnar. […]
Heimila samruna Ísfélagsins og Ramma

Samkeppniseftirlitið (SKE) telur ekki forsendur til íhlutunar vegna samruna Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma, Morgunblaðið fjallaði um málið um helgina. Tilkynnt var um samruna útgerðarfélaganna í lok desember sl. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf. jafnframt stendur til að skrá félagið á markað. Í niðurstöðu SKE kemur fram að ekki séu vísbendingar fyrir hendi til þess […]
Bikarmeistararnir fengu höfðinglegar móttökur

Bikarmeistarar ÍBV kvenna fengu höfðinglegar móttökur þegar þær og fylgdarlið komu til Eyja með Herjólfi um sjöleytið í kvöld. Á bryggjunni var fjöldi mættur að fagna stelpunum þegar þær komu heim með bikarinn. Allt byrjaði þetta með mikilli flugeldasýningu þegar Herjólfur sigldi inn í höfnina. Á bryggjunni stigu stelpurnar á svið og var þeim innilega […]
Bikarinn og stelpurnar með 18:15 ferðinni

Kvennalið ÍBV varð síðast bikarmeistari í kvennaflokki árið 2004, þegar liðið lagði Hauka í úrslitaleik 32-35 fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur í Laugardalshöll. Stelpurnar endurtóku leikinn núna og eru væntanlegar með bikarinn með 18:15 ferð Herjólfs úr Landeyjahöfn eftir frækinn sigur á Val, 31:29. Liðið kemur því um sjö leytið til Eyja og verður tekið […]