Þakklæti til borgarráðs og borgarstjóra

Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur á Menningarnótt Reykjavíkur sem fram fór þann 19. ágúst sl. Bæjarráð ræddi þetta tilefni á fundi sínum í vikunni. Vestmannaeyjabær var valinn að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og vegna langvarandi vinatengsla milli bæjarfélaganna. Fjölbreytt dagskrá í tengslum við heiðursþátttöku Vestmannaeyjabæjar […]

IKEA opnar í Friðarhöfn?

Óprúttinn aðili eða óprúttnir aðilar settu upp skilti við seiðastöðina í botni Friðarhafnar með áletruninni „hér opnar IKEA”. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ekki áform hjá forsvarsmönnum seiðaeldisstöðvarinnar að opna IKEA verslun í botni Friðarhafnar og því um augljóst grín að ræða. Samkvæmt öðrum heimildum fréttastofu þá hafa þeir óprúttnu sett upp skiltið í skjóli nætur […]

Hjörtur Elíasson minning

Í dag fylgdi ég æskuvini og jafnaldra mínum Hirti Ella áleiðist í hans síðustu ferð en hann var jarðsettur frá Selfosskirkju, hafði Hjörtur lengi glímt við erfið veikindi. Margt hefur breyst síðan við strákarnir ólumst upp í Eyjum og þá ekki bara landslag og umhverfi eftir gosið 1973 heldur líka félagslegt umhverfi og afþreying sem var […]

Funda með rekstraraðila tjaldsvæðisins

Rekstur tjaldsvæða var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær en mikil óánægja ríkiti um umgengni, þrif og aðstöðu á tjaldsvæðinu við Þórsheimilið meðan á Þjóðhátíð stóð fyrr í þessum mánuði. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum voru upplýst um stöðuna um Þjóðhátíðarhelgina og brugðist var strax við með því að hafa samband við reksraraðila tjaldsvæðisins. Allir aðilar […]

Gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn þá ákvörðun að setja af stað vinnu sem miðar að því að gefa út reglur um farsímanotkun í grunnskólum landsins, en hún er óvíða eins mikil og hér á landi. Verða reglurnar unnar í víðtæku samráði við foreldra og börn, sveitarfélög, skólastjórnendur, kennara og aðra […]

Stærsti mánuður í farþegafjölda frá upphafi

Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund ráðsins og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum, fjölda farþega og verkefni framundan. Alls voru 89.771 farþegar í júlímánuði einum, sem er stærsti einstaki mánuður í farþegafjölda […]

Hefðbundinn veiðirúntur

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í gær. Bergur landaði í Grindavík en Vestmannaey í Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan ræddi stuttlega við skipstjórana og innti þá frétta af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að túrinn hjá þeim hafi verið stuttur. „Við fórum út á sunnudag og áttum að taka karfa í túrnum. Haldið […]

Friðrik Hólm til ÍBV

Friðrik Hólm Jónsson hefur skrifað undir samning við ÍBV og er því aftur kominn heim. Friðrik spilaði síðast með ÍBV tímabilið 2021-22 en hann varð meðal annars Íslands-, Deildar- og Bikarmeistari árið 2018 með ÍBV og Bikarmeistari árið 2020. Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að þau séu mjög ánægð með að Friðrik hafi ákveðið […]

Athyglisverð verkefni útskriftarnema

Það er við hæfi að sýna lokaverefni 10. bekkinga í Grunnskóla Vestmannaeyja frá síðasta vori. Þau sýndu lokaverkefni sín í sal Grunnskólans og kom á óvart hversu fjölbreytt þau voru.   Af öðrum verkefnum má nefna að Teitur Sindrason, Hákon Tristan Bjarnason og Benóný Þór Benónýsson spurðu, hvernig hafa yfirburðir heimavalla áhrif á frammistöðu liða í […]

Farsímanotkun nú óheimil í Grunnskóla Vestmannaeyja

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur ákveðið að banna nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum. Þó nokkrir skólar á landinu hafa gert hið sama og hefur bann á símum í skólum verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, boðaði farsímabannið á setningu skólans í Íþróttamiðstöðinni fyrr í dag. „Við létum vita […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.