Strákarnir fá Fylki í heimsókn

ÍBV tekur á móti liði Fylkis í Bestu deild karla í fótbolta í dag, sunnudaginn 20. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16:15 á Hásteinsvelli. Eyjamenn sitja í tíunda sæti deildarinnar og Fylkir í því níunda. Liðin eru jöfn stiga eftir að hafa spilað 19 leiki og úr þeim tryggt sér 17 stig hver. (meira…)

Séra Magnús messar í dag

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana, predikar í Landakirkju í dag. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, segir í tilkynningu á fréttavef Landakirkju. (meira…)

Stelpurnar mæta Blikum í dag

Eyjakonur mæta liði Breiðabliks í Bestu deild kvenna klukkan 14:00 í dag, sunnudaginn 20. ágúst, á Kópavogsvelli. Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar með 33 stig úr 16 leikjum á meðan ÍBV situr í því áttunda með 17 stig. Leikurinn verður sýndur á Besta deildin 2. (meira…)

Sannkölluð Eyjastemning í Ráðhúsinu

Fjöldi fólks var samakominn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur eftir hádegið þar sem dagskrá er í tilefni þess að Vestmannaeyjabær er heiðursgestur á Menningarnótt í Reykjavíkur. Tilefnið er 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengsl milli bæjarfélaganna. Þar töluðu Íris bæjarstjóri Vestmanneyja og Dagur borgarstjóri Reykjavíkur.  ÁtVR sá um að skapa hina einu sönnu Eyjastemningu með söng […]

Erlingur nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu

Erlingur Birgir Richardson sem hætti þjálfun ÍBV í vor hefur skrifað undir eins ár samning um þjálfun karlalandsliðs Sádi Arabíu í handbolta, er fram kemur í frétt á vefsíðu Handbolti.is. Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslendingur þjálfar í Sádi Arabíu og er Erlingur staddur þar núna til að ganga frá lausum endum. Nú tekur […]

Menn óðu hér eld og brennistein fyrir samfélagið 

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin fyrstu helgina í ágúst árið 1973 eins og löng hefð er fyrir. Hún fór þó ekki fram í Herjólfsdal eins og að vanda, að þessu sinni var ekki unnt að halda hana í Herjólfsdal vegna ösku sem lá yfir dalnum enda eldgos nýafstaðið á Heimaey. Þrátt fyrir gosið var ákveðið að […]

„Hvítu tjöldin“

Eyjamenn flytjast nær oftast búferlum yfir Þjóðhátíð þegar tjaldborg rís í Herjólfsdal fyrir þrjá daga á ári. Tjöldin eru nú nýlega flest öll aftur komin í geymslu eftir vel heppnaða hátíð, þó einhver tjaldanna hafi ákveðið að halda gleðinni áfram og skemmta sér aukalega á Menningarnótt í Reykjavík. Þannig er í dagskrá hátíðarinnar auglýst „hvítt […]

Steypa upp lífsíur fyrir seiðastöðina

Uppbyggingin hjá ILFS heldur áfram en þessa dagana er verið að steypa upp lífsíur (e. biofilters) fyrir RAS2 og RAS3. Frá þessu er greint í frétt á vef félagsins. „RAS (Recirculating Aquaculture System) kerfið í seiðastöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar […]

Vestmannaeyingar áberandi á Menningarnótt

Vestmannaeyjabær var valinn af borgarráði Reykjavíkur sem heiðursgestur að þessu sinni í tilefni af 50 ára goslokaafmæli á árinu 2023 og langvarandi vinatengslum milli bæjarfélaganna. Það er mikill heiður og sönn ánægja fyrir Vestmannaeyjabæ að vera heiðursgestur hátíðarinnar. Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi […]

Kevin Bru til liðs við ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við franska miðjumanninn Kevin Bru. Hann hefur fengið leikheimild með liðinu og mun leika með ÍBV út yfirstandandi keppnistímabil. Þessu er greint frá í frétt á heimasíðu ÍBV. Kevin hefur leikið fjölda landsleikja fyrir Máritíus sem er eyríki á Indlandshafi. Foreldrar hans eru þaðan. Áður hafði hann verið í U18 og U19 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.