Stelpurnar tryggðu sæti í úrslitaleik

ÍBV sigraði Selfoss í kvöld og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir það tók ÍBV yfir leikinn og voru úrslitin nánast ráðin í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV var níu mörkum yfir. Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari ÍBV, rúllað vel á liðinu og gefið lykil […]

Breki VE kominn úr velheppnuðu togararalli

Togarinn Breki kom í nótt til Vestmannaeyja eftir að hafa skilað sínum hlut í vorralli Hafrannsóknastofnunar, stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Nokkur skip taka þátt í verkefninu hverju sinni og toga á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar […]

Samkeppni um nýtt merki hafnarinnar

Framkvæmda- og hafnarráð í samstarfi við 50 ára afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar efna til hönnunarsamkeppni um merki hafnarinnar. Vestmannaeyjahöfn nýtir í dag merki Vestmannaeyjabæjar. Meginkrafa er að ,,Vestmannaeyjahöfn“ og „Port of Vestmannaeyjar“ komi fyrir í eða við merkið. Tillögum skal skila í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á arkir í stærðinni A4. Tillögunni […]

Allt undir í kvöld – Laust í rútuferðir

ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld í Laugardalshöll kl.20:15. ÍBV liðið er fyrir fram talið mun sigurstranglegra en það getur allt gerst í bikarkeppni. Að sögn Vilmars Þórs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV er enn laust í rútuferðir á leikinn. “Við viljum hvetja Eyjamenn til að fjölmenna. Það er mögulegt er […]

ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

ÍBV tók síðasta sætið í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins eftir að liðið vann góðan 3-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í gærkvöld. Eyjamenn unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Eyjamenn vinna því riðilinn með fullt hús stiga eða 12 stig og eru komnir í undanúrslit. Frammistaða Blika vonbrigði á meðan Eyjamenn líta vel út. ÍBV […]

Rútuferðir á final four

ÍBV stelpurnar mæta Selfyssingum í fjögurra liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun. Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leikinn. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 15. mars kl.20:15 Planið er eftirfarandi: Herjólfur kl.17:00 frá Eyjum (frítt í Herjólf fyrir þá sem fara með rútunni) Farið beint í Laugardalshöll á leikinn, sem hefst kl.20:15, að […]

Stutt stopp á miðunum

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE héldu báðir til veiða frá heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. föstudag. Bæði skip lönduðu síðan fullfermi í gær eftir að hafa verið rúman sólarhring að veiðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipstjórarnir láta vel af aflabrögðum en segja að aflinn mætti vera blandaðri en raunin er á. […]

Félagsráðgjafi við HSU í Vestmannaeyjum

Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin í 50% starf félagsráðagjafa við HSU í Vestmannaeyjum. Sólrún Erla starfaði síðast hjá Vestmannaeyjabæ sem deildarstjóri öldrunarmála og þar áður á fjölskyldu og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Hún lauk námi í félagsráðgjöf frá HÍ og stundar núna diplómanám á meistarastigi í öldurnar þjónustu við sama skóla og að auki hefur […]

Eygló ehf opnar fyrir sölu inn á ljósleiðaranet sitt

Eygló ehf, hefur sent þeim fjarskiptafélögum á heildsölumarkaði sem óskað hafa eftir því að fá að selja inn á kerfi félagsins, fyrsta listann yfir þau heimili í Vestmannaeyjum sem eru klár í að tengjast ljósleiðarakerfi Eyglóar. Það eru Dverghamar 15 – 41 sem koma fyrst inn á kerfið. Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfan sem […]

Síðustu atriðin kynnt á Hljómey

Þann 28. apríl nk. verður haldin tónlistarhátíðin Hljómey í Vestmannaeyjum. Hátíðin fer fram á 11 heimilum víðsvegar um miðbæ Vestmannaeyja og 15 atriði koma fram. Þá er komið að kynna síðustu fjögur atriðin á tónlistarhátíðinni Hljómey. En þau eru Júníus Meyvant, Tríó Þóris, Hrossasauðir og Blítt og Létt. Auk þeirra sem taldir voru upp hér […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.