Kevin Bru til liðs við ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við franska miðjumanninn Kevin Bru. Hann hefur fengið leikheimild með liðinu og mun leika með ÍBV út yfirstandandi keppnistímabil. Þessu er greint frá í frétt á heimasíðu ÍBV. Kevin hefur leikið fjölda landsleikja fyrir Máritíus sem er eyríki á Indlandshafi. Foreldrar hans eru þaðan. Áður hafði hann verið í U18 og U19 […]

Lúxustúrar, góður afli og rjómablíða

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir sl. miðvikudag. Bergur í Vestmannaeyjum en Vestmannaey í Grindavík. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að tveir síðustu túrar skipsins hafi gengið afar vel. „Við lönduðum karfa sl. laugardag og vorum með fullfermi. Þá vorum við að veiðum við Eldey og á […]

Sigurgeir – Við gosið á Menningarnótt

Sýningin Við gosið verður opnuð á föstudag kl. 16.00 á Hafnartorgi Gallery, í rými sem er næst Hótel Edition við höfnina. Sýningin verður opin frá klukkan 12.00 til 17.00 á laugardag og 12.00 til 15.00 á sunnudag. Ljósmyndasýningin Við gosið í Hafnartorgi Gallery sýnir valdar myndir Sigurgeirs af gosinu, þ.á.m. eina af frægustu myndum Sigurgeirs, […]

Menningarnótt – Tvær sýningar í Hafnartorgi Gallery

Á morgun, föstudaginn 18. ágúst kl. 16.00 verða opnaðar tvær glæsilegar ljósmyndasýningar, Til hafnar og Við gosið, í Hafnartorgi Gallery, við Reykjavíkurhöfn en báðar eru þær  tileinkaðar Heimaeyjargosinu. Báðar á  vegum Vestmannaeyjarbæjar á Menningarnótt. Sýningin Til hafnar dregur upp sjóndeildarhringinn sem við þekkjum svo vel með ljósmyndum af bátunum sem sigldu til Þorlákshafnar nóttina örlagaríku. Hvorki fyrr né síðar […]

Erlingur á leið til Sádi Arabíu?

Samkvæmt handbolti.is er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson, sem gerði ÍBV karla í handbolta Íslandsmeistara í vor sterklega orðaður við starf landsliðsþjálfara karla í handknattleik í Sádi Arabíu. Eftir því sem handbolti.is kemst næst er Erlingur staddur í Sádi Arabíu væntanlega til viðræðna við stjórnendur handknattleikssambands landsins. Handbolti segir að Arnar Daði Arnarsson, ritstjóri og prímusmótor hlaðvarpsþáttarins […]

Makrílveiðar á lokasprettinum

„Makrílveiðarnar hafa gengið misjafnlega eftir dögum. Veiðisvæðið stórt og nú er flotinn komin norður undir lögsögu Svalbarða þar sem ágætis veiði hefur verið um sl. helgi. Það þýða rúmar 600 sjómílur til Þórshafnar og 850 sjómílur til Eyja,“ sagði Eyþór Harðarsson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Ísfélagið hefur tekið á móti um 9000 tonnum af makríl og þar […]

Gíslína Dögg opnar sýningu á Menningarnótt

Gíslína Dögg Bjarkadóttir opnar sýningu á Menningarnótt og ber hún heitið, Hugur minn dvelur hjá þér – Heimaey 1973″. „Verkin á sýningunni tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið, umhverfið og náttúruna. Hér er um að ræða grafíkverk og innsetningar í bland við ýmiskonar aðferðir og náttúrustemmingar sem ég hef […]

ÁtVR – Söngur og gleði í þjóðhátíðartjaldinu

,,Það verður Þjóðhátíðarstemming á Menningarnótt í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Þá ætla félagsmenn ÁtVR , Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu að bresta í söng í þjóðhátíðartjaldinu sem Vestmannaeyjabær setur upp í ráðhúsinu,, segir Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR. Hún segir ÁtVR vera í hlutverki gestgjafa í tjaldinu og það sé góð stemming fyrir deginum. ,,Við munum […]

Þjóðhátíðarstemmning í Ráðhúsinu

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í tilefni af 50 ára goslokaafmælis og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Að sögn Eyjamannsins Þorsteins Gunnarsson borgarritara er þetta í annað sinn í sögu Menningarnætur í Reykjavík sem Eyjamönnum hlotnast þessi heiður en það gerðist síðast 2004. Hefð er fyrir því að vera með heiðursgesti á Menningarnótt, í fyrra var […]

Sísí Lára klárar tímabilið með ÍBV

ÍBV hefur á síðustu vikum borist liðsstyrkur fyrir lokakaflann í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið stendur í ströngu þar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Leiknar verða 18 umferðir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming, í þeim efri eru leiknar fimm umferðir en þrjár í neðri. ÍBV er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.