Krakkar kynnast loðnu

Fimm tugir nemenda í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komu í heimsókn til okkar í uppsjávarvinnsluna í dag, kynntu sér loðnu, kreistu úr henni hrogn og smökkuðu hrognin. Spáðu yfirleitt í þennan merkilega fisk frá öllum hliðum enda vel við hæfi því loðna er fiskur þessa árgangs í skólanum! Krakkarnir voru leystir út með nammi – […]

Vantar 50 leikskólapláss á næstu árum

Umsóknir í leikskóla og staða inntökumála var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs fór yfir minnisblað um áætlaða leikskólaþörf næstu þrjú árin. Þar kom meðal annars fram að Kirkjugerð og Sóli taka til samans um 200 börn. Miðað við stærð árganga í dag og áætlun um 60 barna árganga […]

Takk fyrir að njóta gleðinnar með okkur

Kæru vinir Okkar bestu þakkir fyrir mig í tilefni 50 ára afmælisins. Takk fyrir að njóta gleðinnar með okkur, takk fyrir gjafir og framlög ykkar á styrktarreikning  þjónustukjarnans sem við í Kjarnanum eigum eftir að njóta. Þóra Magnúsdóttir og fjölskylda (meira…)

Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Gagngerar breytingar verða gerðar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt tillögum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar miða að því að styrkja jöfnunarhlutverk sjóðsins og mæta miklum breytingum sem hafa orðið í samfélaginu. Í samráðsgátt eru hvort tveggja til umsagnar drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til […]

Gauti Gunnarson til ÍBV

Gauti Gunnarsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV og mun því leika með uppeldisfélagi sínu á næstu leiktíð. Gauti er örvhentur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá KA. Þetta var kynnt með skemmtilegu myndbandi á facebooksíðu ÍBV sem má sjá hér að neðan. (meira…)

Viðaukar við fjárhagsáætlun

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 voru til umræðu á fundi ráðsins í vikunni sem leið. Lagður var fyrir bæjarráð 1. viðauki við fjárhagsáætlun 2023. Um er að ræða viðauka vegna þriggja framkvæmda sem eru í gangi. Í fyrsta lagi vegna áframhaldandi framkvæmda við viðbótarhúsnæði á Sóla að fjárhæð 25 m.kr. Í öðru lagi vegna endurbóta á […]

Rúnar semur við Fram

Rúnar Kárason, fv. landsliðsmaður í handbolta, mun ganga til liðs við Fram fyrir næstu leiktíð. Rúnar er uppalinn hjá Fram en fór utan í atvinnumennsku árið 2009 og spilaði bæði í Þýskalandi og í Danmörku, lengst af með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi. Hann er nú samningsbundinn ÍBV og mun klára yfirstandi tímabil með Eyjamönnum, en mun […]

Foreldrar 19 barna þegið heimgreiðslur

Fræðsluráð fjallaði á fundi sínum í vikunni um heimgreiðslur. Fræðslufulltrúi fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi heimgreiðslur frá því þær voru teknar upp í september 2022. Fram kemur að frá því í september hafi foreldrar 19 barna fengið samtals greiddar 4.944.498 kr. Ráðið þakkar í niðurstöðu sinni fyrir upplýsingarnar. “Mikilvægt er að foreldrar geti nýtt sér […]

Sjómenn hafna samningi

Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. Samningurinn var undirritaður hinn 9. febrúar síðast liðinn af forsvarsmönnum Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sjómenn höfðu þá verið án kjarasamnngs í þrjú ár. Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands segir […]

Andlát: Aðalheiður Jóna Einarsdóttir

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Aðalheiður Jóna Einarsdóttir, Skólavegi 7, 900 Vestmannaeyjum. Lést á HSU Vestmannaeyjum miðvikudaginn 8. mars.Útför verður gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu.Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar og sjúkradeildar HSU í Vestmannaeyjum fyrir einstaka umönnun og hlýju við sín störf og MND teymi Landspítalans fyrir vel unnin störf. Njáll KolbeinssonMarý […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.