Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telu­sila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]

Karlaliðið fær liðstyrk á lokasprettinum

Á fótbolti.net hefur verið tilkynnt að ÍBV hefur fengið liðsstyrk fyrir endasprettinn í Bestu deildinni. Sá heitir Michael Jordan Nkololo og getur hann bæði spilað sem sóknarsinnaður miðjumaður og framherji. Sögur höfðu heryst af því að ÍBV ætlaði að styrkja sig í framherjastöðunni fyrir endasprettinn og er hann nú kominn. Jordan, sem er þrítugur, er […]

Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega

Gríðarlegt vikurfok í kjölfar eldgossins 1973 olli tjóni á húsum, bílum og gróðri á Heimaey. Ástandið var svo slæmt sums staðar að fólk íhugaði að flytja burt. Ýmislegt var reynt til að hefta fokið en árangurinn lét á sér standa. Haustið 1975 sendi Gísli J. Óskarsson kennari Viðlagasjóði tillögur að uppgræðslu vikursvæðanna. Þær voru samþykktar, […]

Hnepptu þriðja sætið á kraftminnsta bílnum í keppninni

Eyjahjónin Guðni Grímsson og Kristín Hartmannsdóttir kepptu um helgina á CanAm Iceland Hill Rally sem er þriggja daga þolaksturskeppni um hálendið þar sem keyrðir eru samtals rúmlega 400 kílómetrar. Keppnin var krefjandi og dagskráin stíf. Dagarnir byrjuðu snemma og voru langir en þau gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti í sínum flokki […]

Þrjú dýrmæt stig hjá Eyjakonum

Eyjakonur höfðu betur í mikilvægum leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0. Sannkallaður fallslagur þar sem Keflavíkurkonur eru eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í þriðja neðsta sæti með 17 stig. Neðst er Selfoss með 11 stig. Mark ÍBV skoraði Þóra Björg Stef­áns­dótt­ir á 62. Mínútu […]

Umgengni á tjaldsvæði – Aðstæður og umfang komu á óvart

„Við vorum með sama viðbúnað fyrir þjóðhátíðina í ár og á síðasta ári. Bjuggum að því að meðal starfsmanna var fólk sem var með okkur í fyrra,“ sagði Sreten Ævar rekstrarstjóri Landamerkis sem hefur umsjón með  tjaldsvæðinu við Þórsheimilið sem er þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Tilefnið er óánægja gesta með umgengni á tjaldsvæði og óþrifnað í […]

Eyjapeyjarnir í U19

Elmar í þriðja og fimmta sæti Eyjamaðurinn og leikmaður U19 ára landsliðs karla er í fimmta sæti á lista yfir þá leikmenn sem áttu flestar stoðsendingar á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða sem lauk í Varazdin í Króatíu í gærkvöld. Elmar er með skráðar 39 stoðsendingar í sjö leikjum með íslenska liðinu á mótinu. Þegar litið er til […]

Stelpurnar fá Keflavík í heimsókn

ÍBV og Keflavík mætast í 16. umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV situr í áttunda sæti deildarinnar og Keflavík því níunda, en bæði lið eru jöfn stiga. Það má því búast við mikilli spennu á Hásteinsvelli þegar flautað verður til leiks kl. 18:00. Grillaðir verða borgarar og því tilvalið að taka kvöldmatinn á leiknum. Hvetjum […]

Fyrstu kerin að verða klár

Fyrstu kerin í seiðastöð félagsins Icelandic Land Farmed Salmon, eða ILFS, eru við það að verða klár. Þessu er greint frá í færslu á Facebook síðu félagsins. Framkvæmdir eru bæði á botni Friðarhafnar þar sem seiðastöðin mun rísa og austur á eyju í Viðlagafjöru. Þegar seiði í seiðastöðinni eru orðin að 100 grömmum verða þau […]

Séra Magnús í afleysingum í Landakirkju

Séra Magnús Björn Björnsson leysir af í Landakirkju á meðan séra Guðmundur Örn er í sumarfríi, er fram kemur í tilkynningu frá Landakirkju. Sr. Magnús er fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1978. Að guðfræðiprófi loknu var sr. Magnús Björn við nám […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.