Skerpa á tóbaksbanni

Vestmannaeyjabær áréttar í tilkynningu í vikunni að öll tóbaksnotkun er bönnuð í og við húsnæði sveitarfélagsins. Sérstaklega vill Vestmannaeyjabær minna á bannið í og við Íþróttamistöðina. Bann við tóbaksnotkun á við um allt tóbak og nær til Íþróttamiðstöðvar og lóðar sem tilheyrir henni, sjá tóbaksvarnarlög og reglugerð þar að lútandi. Mest ber á notkun munntóbaks […]
Vestmannaeyjar skora hæst
Vestmannaeyjar skora hæst meðal 20 stærstu sveitarfélaga á Íslandi þegar spurt er um ánægju íbúa með sveitarfélagið sitt sem stað til að búa. Þetta var kynnt rétt í þessu á íbúafundi sem fram fer í Eldheimum. Einnig var til umræðu staða rafmagnsmála í Vestmannaeyjum. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal bæjarbúa með þjónustu […]
Bjart og fallegt veður í Eyjum
Klukkan þrjú í dag voru norðan 11 metrar á Stórhöfða og eins stigs hiti samkvæmt vef Veðurstofunnar. Eins og svo oft í norðan áttinni er bjart og fallegt veður og aðeins föl yfir sem sólin hefur náð að höggva í. Addi í London fór á ferðina í dag og tók þessa fallegu mynd sem segir […]
Strákarnir spila í Garðabæ

Sextándu umferð Olísdeildar karla verður framhaldið í kvöld með einum leik. ÍBV sækir Stjörnuna heim í TM-höllina klukkan 18. Stjarnan á harma að hefna eftir níu marka tap í fyrri viðureign liðanna í deildinni sem fram fór í Vestmannaeyjum 6. október, 36:27. (meira…)
Gjaldtaka hafna taki mið af umhverfissjónarmiðum

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til breytinga á hafnalögum frá árinu 2003. Tilgangurinn er að innleiða ákvæði í Evrópureglugerð, sem fjallar um hafnarþjónustu, sameiginlegar reglur fyrir hafnir um gagnsæi í fjármálum og umhverfismiðaða gjaldtöku. Með frumvarpinu er m.a. lagt til að hafnir fái heimild til að láta gjaldskrár taka […]
Íbúafundur í Eldheimum

Íbúafundur fer fram í Eldheimum í dag 21. febrúar kl. 17:00 – 18:45. Það sem er á dagskrá er kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup og staða rafmagnsmála í Vestmannaeyjum; varaafl, viðgerð á streng og tímaramma á lagningu á nýjum streng. Á fundinum verða fulltrúar frá Landsneti og HS- Veitum. Vestmannaeyjabær hvetur í tilkynningu íbúa til […]
Herjólfur losar hundraðfalt meira á olíu

Bilun kom upp í Vestmannaeyjalínu 3 þann 30. janúar og Vestmannaeyjar fá nú rafmagn að hluta í gegnum varaafl. Stór hluti af rafmagnsnotkun í Vestmannaeyjum er skilgreind sem skerðanleg orka. Það þýðir að hluti atvinnulífs, húshitun o.fl. eru nú rekin á olíu með tilheyrandi viðbótarkostnaði og umhverfismengun. Þessi rafmagnsskortur hefur miklar afleiðingar víða í Vestmannaeyjum. […]
Fróðlegt viðtal við Birki Agnarsson í nýjasta þætti Loðnufrétta
Í byrjun þessa mánaðar fór í loftið hlaðvarpið Loðnufréttir í umsjá Ingva Þórs Georgssonar ritstjóra Loðnufrétta.is. Viðmælandi í nýjasta þættinum er Birkir Agnarsson, rekstrarstjóri Ísfell í Vestmannaeyjum þar sem fjallað er um aðkomu Ísfell og þeirra þjónustu í kringum vertíðina. Birkir er með um 40 ára starfsreynslu við veiðarfæragerð. Spurður um minnistæðustu vertíðina þá segir […]
Að verða besta útgáfan af sjálfum sér
Sofa vel, borða hollan og fjölbreyttan mat með áherslu á prótein, hreyfa sig, setja sér markmið, rækta vini og fjölskyldu og horfa á björtu hliðar tilverunnar var meginstefið á ráðstefnunni, Að verða besta útgáfan af sjálfum sér sem haldin var í Sagnheimum sunnudaginn 5. febrúar. Allt atriði sem þarf að hafa í huga á leið […]
Innleiða skjalastefnu hjá Vestmannaeyjabæ

Skjalastjórnun var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Lögð voru fyrir bæjarráð drög að skjalastefnu Vestmannaeyjabæjar. Skjalastefnan er hluti af átaki um bætta skjalastjórnun hjá Vestmannaeyjabæ og er unnin í samstarfi sviðanna þriggja, skjalastjóra og Héraðsskjalastjóra. Leitað var ráðgjafar frá fyrirtækinu Skipulag og skjöl ehf. um stefnumótun og innleiðingu, en sífellt auknar […]