Hjalti læknir heiðraður fyrir störf fyrir fótboltann

„Þetta kom mér á óvart, ég var búinn að fá gullmerki ÍBV og hélt að það væri ekki til neitt hærra en það,“ segir Hjalti Kristjánsson, læknir, framkvæmdastjóri KFS, fyrrum leikmaður og þjálfari KFS um viðurkenningu sem honum hlotnaðist á uppskeruhátíð ÍBV-héraðssambands fyrir nokkru. Er hann vel að henni kominn, hefur unnið ötullega fyrir KFS […]

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum stofnun ársins

Niðurstöður í vali á Stofnun ársins 2022 var tilkynnt á hátíð Sameykis í gær en titlana Stofnun ársins, Stofnun ársins – borg og bær og Stofnun ársins – sjálfseignastofnanir og fyrirtæki í almannaþjónustu hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr í þeim níu þáttum sem könnun byggir á að mati starfsmanna þeirra. Um er […]

Skólar og stofnanir bæjarins loka við rauða viðvörun

Bæjarráð ræddi í vikunni fyrirkomulag og forsendur fyrir lokun stofnana bæjarins þegar óveður gengur yfir. Jafnframt ræddi bæjarráð um að samræma ferla vegna lokana stofnana og við hvaða forsendur skuli miðað við ákvarðanir um slíkt. Ákveðið var að miða skuli lokanir stofnana og lokanir/frestun skólastarfs við litakerfi Veðurstofu og samráð við lögreglu. Forstöðumenn taka ákvörðun […]

Loðnuvinnslan komin á fullt – Hagstæð spá næstu daga

Loðnuvertíð er komin í fullan gang. Gott veður er á miðunum og útlit fyrir að það haldist fram í miðja næstu viku. Loðnuskipin streyma inn til Vestmannaeyja og vinnsla komin á fullt hjá bæði Ísfélagi og Vinnslustöð. Skipin er að veiðum út af Suðausturlandi og grunnt undan Suðurlandi. „Við byrjuðum á þriðjudaginn að veiða austan […]

Mokuðu snjó fyrir 55,7 milljónir

Snjómokstur í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Kostnaður vegna snjómoksturs í desember og janúar sl., er töluvert umfram fjárhagsáætlanir áranna 2022 og 2023. Við gerð áætlunar um snjómokstur í fjárhagsáætlunum er alla jafna miðað við meðalkostnað snjómoksturs undanfarinna ára. Í desember nam samanlagður kostnaður aðkeypts snjómoksturs um 36 m.kr og í […]

Fundað um orkumál í næstu viku

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Bæjarstjóri hefur átt í viðræðum við ýmsa aðila um ástand og áhrif af skertri raforkuafhendingu til Vestmannaeyja. Meðal annast hefur bæjarstjóri rætt við forsvarsfólk fyrirtækja í útgerð og vinnslu fiskafurða. Í þeim samtölum hafa komið fram áhyggjur af stöðu mála […]

Andlát: Óskar Þór Hauksson

Okkar ástkæri Óskar Þór Hauksson Vestmannabraut 13A, lést á hjartadeild Landspítalans 8. febrúar. Athöfnin verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 24. febrúar kl.13:00 Haukur Hauksson – Sigríður Högnadóttir Kristín Harpa Halldórsdóttir Magnús Magnússon Stefán Jónsson – Þórunn Pálsdóttir Tinna Hauksdóttir – Bjarni Geir Pétursson Daði Hauksson – Ágústa Jóhanna Ólafsdóttir og aðrir ástvinir (meira…)

Kári Kristján með tólf í sigri á Selfyssingum

Eyja­menn léku sinn fyrsta leik frá því í byrjun desember og sinn þrettánda á tímabilinu þegar þér höfðu betur gegn Selfossi 33:30 á heimavelli í kvöld. Með sigrinum fór ÍBV upp í sjötta sætið en á tvo og þrjá leiki á liðin ofar á töflunni. Kári Kristján Kristjáns­son skoraði tólf mörk fyr­ir ÍBV heima­menn og […]

Áfram unnið í að bæta afhendingaröryggi

Á morgun, fimmtudaginn 16. febrúar um kl. 07:00 verður vinna í flutnings- og dreifikerfi rafmagns sem mun hafa áhrif á einhverja notendur í stutta stund um morguninn. Þessi vinna er tengd breytingum sem unnið er að við raforkuflutning frá landi og er reiknað með að henni ljúki síðar um kvöldið eða á föstudagsmorgun og þá […]

Fyrsti leikur ársins hjá strákunum

Karlalið ÍBV hefur aftur leik í Íslandsmótinu í handbolta í dag eftir langt hlé. Mótherjar dagsins eru nágrannar okkar frá Selfossi. Gestirnir eru sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig úr 14 leikjum. ÍBV er með 14 stig úr 12 leikjum í áttunda sæti. Viðureignir þessara liða hafa oft verið líflegar og því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.