Grímsey og Hrísey á leið til Vestmannaeyja

Landsnetu vinnur þessa stundina í því að flytja varaaflsvélarnar til Vestmannaeyja. Stöðvarnar sem bera nöfnin Grímsey og Hrísey voru í gær sóttar í Hrútatungu en þær eru nú á leið til Vestmannaeyja þar sem þær munu bætast í hóp þeirra varaaflsvéla sem þar eru. Varaaflið og Vestmannaeyjastrengur 1 munu sjá Eyjum fyrir rafmagni á meðan […]

Hlaðvarpið Loðnufréttir í loftið

Í vikunni fór í loftið hlaðvarpið Loðnufréttir í umsjá Ingva Þórs Georgssonar ritstjóra Loðnufrétta.is “Í ljósi þess að vertíðin í ár verður mun skemmri en í fyrra sökum úthlutunar var ákveðið að bregða á það ráð að “hita aðeins upp” í staðinn og búa til 5-6 þætti fyrir þau allra hörðustu en hugmyndin er að […]

Eiður Aron íþróttamaður Vestmannaeyja 2022

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Eiður Aron Sigurbjörnsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2022. Íþróttafólk æskunnar voru valin fyrir yngri hóp Birna María Unnarsdóttir og í hópi þeirra eldri var það Elmar Erlingsson. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan: Fimleikafélagið Rán: Tinna Mjöll Frostadóttir Golfklúbbur Vestmannaeyja: Örlygur […]

Bilun í streng neðansjávar – Mikil óvissa

Bilanagreining á Vestmannaeyjastreng 3 hefur leitt í ljós að bilunin er ekki á landi eins og fyrstu greiningar bentu til heldur í sjó, um 1 km frá Landeyjasandi.  Ljóst er að fram undan er umfangsmikil, flókin og tímafrek viðgerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti rétt í þessu. Á meðan á viðgerðatíma stendur mun […]

Við höfum margt að þakka fyrir

Næsti Aglow fundur verður haldinn miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við áttum gott samfélag á janúarfundinum þar sem við ræddum hvað stæði upp úr um áramót. Við beindum sjónum okkar að því að um þessar mundir eru fimmtíu ár frá því að eldgos braust út á Heimaey. Því finnst okkur kjörið að […]

Hækkun á byggingarreit hefur hverfandi áhrif á nærliggjandi hús

Umsókn um byggingarleyfi við Heiðarveg 12 var til umræðu á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni. Þar lagði Ríkarður Tómas Stefánsson fyrir hönd Steini og Olli-bygg.verkt ehf. fram uppfærð gögn vegna skuggavarps vegna umsóknar um byggingarleyfi við Heiðarveg 12. Ein athugasemd barst í grenndarkynningu frá íbúa við Heiðarveg 11 vegna skuggavarps á svölum. Ráðið samþykkti […]

Skráning hafin í Lífshlaupið

Skráning er hafin í Lífshlaupið 2023 – landskeppni í hreyfingu sem verður ræst í sextánda sinn í dag miðvikudaginn 1. febrúar nk. Verkefnið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem höfðar til allra aldurshópa. Það er tilvalið að nýta Lífshlaupið til þess að koma sér í góða hreyfirútínu á nýju ári! Vinnustaðakeppnin stendur frá 1. – […]

Tómas Bent Magnússon gerir þriggja ára samning

Tomas Bent Mynd

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og mun hann því leika með liðinu út leiktímabilið 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tómas er 20 ára miðjumaður sem er þó mjög fjölhæfur og getur leikið fleiri stöður á vellinum. Tómas lék 14 leiki með ÍBV og KFS á […]

Andlát: Magnea Guðrún Magnúsdóttir

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Magnea Guðrún Magnúsdóttir Stóragerði 10 Vestmannaeyjum, Lést á HSU í Vestmannaeyjum sunnudaginn 29. janúar. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 13. Hannes Haraldsson Hafdís Hannesdóttir – Jóhann Þór Jóhannsson Haraldur Hannesson – Anna Ólafsdóttir Hafþór Hannesson – Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir og […]

Þorskur, áhersla á aukin verðmæti

Það má heita ótrúlegt, að þrátt fyrir aflasamdrátt upp á heil 28 þúsund tonn, bendir allt til þess að útflutningsverðmæti þorskafurða hafi aukist í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Radarinn. Þó að þorskaflinn hafi ekki verið minni frá árinu 2014 stefnir í að árið 2022 verði eitt besta ár sögunnar þegar litið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.