Svipmyndir frá Desember

Ljósmyndarar og velunnarar Eyjafrétta smella oft myndum á förnum vegi sem ekki rata í fréttirnar. Við ákváðum að taka saman nokkrar mannlífs og náttúrumyndir sem okkur áskortnaðist í desember.   (meira…)

Marija Jovanovic kveður ÍBV

Marija Jovanovic og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um starfslok leikmannsins. Marija hefur leikið með kvennaliði félagsins frá upphafi tímabilsins 2021-2022. Af persónulegum ástæðum óskaði hún eftir því nú fyrir áramótin að ljúka störfum sem ÍBV samþykkti. Handknattleiksdeild ÍBV þakkar í yfirlýsingu Mariju kærlega fyrir hennar framlag hjá félaginu og óskar henni velfarnaðar í […]

Starfshópur um bætta mönnun og jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að ýmiskonar sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu. Liður í því er að gera tillögur um hvernig nýta megi sérstök ákvæði um ívilnum í lögum um Menntasjóð námsmanna til að styrkja mönnun heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum. Markmiðið er að jafna aðgengi […]

Þrettándablaðið komið út

Þrettándablaðið er komið út fyrir árið 2023. Þrettándinn verður loksins haldinn með hefðbundnu sniði aftur eftir samkomutakmarkanir síðustu ára. Hægt er að skoða blaðið með því að smella hér. Í blaðinu er viðtal við handknattleikskonu ársins á Íslandi 2022, ÍBV-ara meistaraflokks karla árið 2022, viðtal við tröll og margar skemmtilegar myndir frá íþróttaárinu og gömlum Þrettándum. […]

Listi yfir meðalútsvar sveitarfélaga 2023

Í fréttatilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 22. desember sl. var tilkynnt um breytingar á staðgreiðslu um áramót. Að þessu sinni voru breytingarnar kynntar í kjölfar þriðja samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga sem rennur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til jöfnunar vegna […]

Elliði Snær á topp tíu lista línumanna í Þýskalandi

Á lista yfir tíu markahæstu línumenn sem leika í efstu deild í Þýskalandi situr Elliði Snær Viðarsson er í níunda sæti. Elliði Snær er með 56 mörk og 65% skotnýtingu. Johannes Golla, línumaður Flensburg og þýska landsliðsins, er efstur í markaskorun allra línumanna í deildinni með 76 skoruð og 78,35% skotnýtingu. Ef skoðaður er samanburður […]

Þrettánda dagskrá alla helgina

Dagskrá 6.-8. janúar 2023 Föstudagur 6. janúar 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV. Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. 22:00 Háaloftið Einar Ágúst – Húsið opnar kl 22:00 – […]

Eyverjar fresta grímuballi

Eyverjar félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hafa frestað árlegu grímuballi sínu sem fyrirhugað var um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem lesa má hér að neðan. (meira…)

Handhafar Fréttapýramídans 2022 – Biggi Gauja – Kveikjum neistann og Páll Zóphónísson

Í hádeginu voru Fréttapýramídarnir afhentir við athöfn í Eldheimum að viðstöddu fjölmenni. Þeir eiga sér áratugahefð,  hafa alltaf mælst vel fyrir og er gott framlag á fyrstu dögum ársins. Athöfnin hófst með ræðu Trausta Hjaltasonar, formanns stjórnar Eyjasýnar sem fór yfir gang mála hjá Eyjafréttum á liðnu ári.   Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta afhendi viðurkenningar og gerði grein fyrir […]

Kaldalón eignast lúxuseignir í Eyjum

Fasteignafélagið Kaldalón hf. hefur eignast safn íbúða og húsa í Vestmannaeyjum. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Eignirnar hafa verið leigðar út á vegum Nýja Pósthússins (thenewpostoffice.is) og Westman Islands Villas & Apartments (westmanislandsluxury.is). Eigendaskiptin tengjast viðskiptum Kaldalóns og Skuggasteins ehf. en Skuggasteinn keypti helmingshlut Kaldalóns í Steinsteypunni ehf. Viðskiptin eru í samræmi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.