Marija Jovanovic og handknattleiksdeild ÍBV hafa komist að samkomulagi um starfslok leikmannsins.
Marija hefur leikið með kvennaliði félagsins frá upphafi tímabilsins 2021-2022. Af persónulegum ástæðum óskaði hún eftir því nú fyrir áramótin að ljúka störfum sem ÍBV samþykkti.
Handknattleiksdeild ÍBV þakkar í yfirlýsingu Mariju kærlega fyrir hennar framlag hjá félaginu og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem taka við hjá henni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst