Vinnslustöðin verður aðalstyrktaraðili KFS

Vinnslustöðin hefur verið einn af styrktaraðilum KFS í gegnum tíðina og hefur sambandið verið farsælt. Í dag var skrifað undir áframhaldandi samstarf og verður Vinnslustöðin nú aðalstyrkaraðili KFS. Hjá Vinnslustöðinni hafa fjölmargir leikmenn starfað í gegnum tíðina og hafa ungir leikmenn oft stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá KFS. ,,Það er mjög ánægjulegt að […]
Fjarlægðu skráningarnúmer af 25 ökutækjum

Í nóvember fjarlægðu lögreglumenn, hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, skráningarnúmer af 25 skráningarskyldum ökutækjum, ýmist vegna vanrækslu á að færa ökutækið til skoðunar, trygginga og fleira. Þá voru 7 ökutæki boðuð í skoðun að kröfu lögreglu og hefur lögreglan þá 3 mál til rannsóknar vegna skjalafals. Samkvæmt 75. grein Umferðarlaga nr. 77/2019, um bann við notkun […]
Óljóst fyrirkomulag upplýsingaöflunar

Á dögunum bárust sveitarfélögum landsins erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem til stendur að fara í kerfisbundna söfnun ýmissa upplýsinga um starfsemi sveitarfélaga með miðlægum hætti í gegnum nýtt gagnalón. Samkvæmt Sambandinu er fyrsta skrefið á þeirri vegferð að sækja launaupplýsingar frá sveitarfélögum mánaðarlega. Um er að ræða umfangsmikla breytingu þar sem upplýsingar munu […]
Farin í 10 daga loðnuleit

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga eftir hádegi mánudaginn 5. desember. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki allt að 10 daga. Veiðiskip munu jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins sem flýtir fyrir mælingunum rannsóknaskipanna. Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af […]
Falla frá forkaupsrétti

Fyrir bæjarráði í liðinni viku lá erindi frá Vinnslustöðinni hf., dags. 28. nóvember sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Brynjólfi VE-3, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og annarra veiðiheimilda. Bæjarráð þakkar […]
Ný stjórn hjá Leikfélagi Vestmannaeyja

Ný stjórn var nýlega skipuð hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Albert Snær Tórshamar er nú formaður leikfélagsins í fyrsta sinn eftir langan og flottan feril í leikhúsinu. Zindri Freyr Ragnarsson Cane er varaformaður, Ingveldur Theodórsdóttir er gjaldkeri, Svala Hauksdóttir rekur Eyjabíó, Valgerður Elín Sigmarsdóttir er markaðsstjóri, Goði Þorleifsson er ritari og vefstjóri, Jórunn Lilja Jónasdóttir er meðstjórnandi. […]
Opinn fundur í Þekkingarsetri í beinni

Nú fara fram fjórir forvitnilegir fyrirlestrar í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Þetta er endurtekning á fyrirlestrum sem Eyjamenn fluttu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin var í Hörpu þann 17.-18. nóvember síðastliðin. Þar voru fjögur erindi sem flutt voru af eyjamönnum sem vöktu mjög mikla athygli. Þessi erindi verða nú endurtekin. Þar mun Íris Róbertsdóttir,bæjarstjóri fjalla um hvaða áhrif […]
Fyrirliðinn framlengir

Knattspyrnuráð ÍBV sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2025. “Mikilvægi Eiðs þarf ekki að fjölyrða um en hann var valinn besti leikmaður liðsins eftir liðið tímabil.” segir í tilkynningunni. Þar kemur enn fremur fram að, “knattspyrnuráð lítur á samning þennan […]
Jólaveisla VSV – „besti dagur lífsins“!

Fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar í Höllinni í gær, mikil stemning og gleði, enda féllu þessar hefðbundnu samkomur niður 2020 og 2021 af faraldsfræðilegum ástæðum. Það var sérlega ánægjulegt að taka upp þráðinn á nýjan leik. Fimm tugir barna mættu og einn guttinn sagði við móður sína á leið úr húsi að þetta væri besti […]
Nýir sjóðarar auka afköst og tryggja rekstraröryggi

Nýr sjóðari og forsjóðari eru komnir í hús fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar og nú er unnið að því að tengja þá við kerfi fyrirtækisins. Tækin eru engin smásmíði. Sjóðarinn er 35 tonn að þyngd en forsjóðarinn 7,5 tonn. Hvort stykki um sig er 13,5 metra langt. Það þurfti því talsverðar tilfæringar við að koma græjunum inn í verksmiðjuhúsið […]