Framselja umboð til samningaviðræðna við ríkið um almenna og sértæka dagdvöl

Dagdvöl aldraðra var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa óskað eftir umboði frá rekstraraðilum dagdvalarþjónustu hjá sveitarfélögum, til viðræðna við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustusamninga fyrir dagdvalir. Baksaga málsins er sú að haldinn var samráðsfundur með rekstraraðilum dagdvala og í framhaldi hefur undirhópur fulltrúa dagdvala farið […]
Óli í Vatnsdal með sína fyrstu bók 91árs

Ólafur Sigurðsson í Vatnsdal og seinna Stapa, vörubílsstjóri, lögregluvarðstjóri, trillukarl, listmálari og ekki síst sagnamaður kynnti bók sína, Undir gjallregni í Eldheimum fyrir skömmu. Vel var mætt og við hæfi að kynna bók um Heimaeyjargosið í Eldheimum. Óli er 91 eins árs en bar það ekki með sér þegar hann kynnti bókina sem er persónuleg […]
Hermann Þór frá Sindra til ÍBV

Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og kemur til með að leika með liðinu í Bestu deildinni þegar hún hefst í apríl. Hermann er 19 ára gamall sóknarmaður sem lék með Sindra í ár og skoraði þar 13 mörk í 19 leikjum. Velkominn til ÍBV! Myndin sem fylgir fréttinni er tekin af […]
25 umsóknir í Viltu hafa áhrif

Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2023? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fjölmargar góðar ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. […]
Brynjólfi VE lagt og áhöfn sagt upp

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynjólf VE-3 og leggja skipinu. Áhöfninni var tilkynnt þetta í gær og öllum skipverjum jafnframt sagt upp störfum. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir tvær meginástæður vera fyrir þessari niðurstöðu: „Við höfum annars vegar lent í tíðum bilunum með Brynjólf undanfarna mánuði með tilheyrandi truflunum í útgerð […]
Vestmannaeyjabær vill halda áfram rekstri Herjólfs

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Þann 10. nóvember sl., átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem m.a. var ræddur samningur Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Umræddur samningur gildir til 1. október 2023. Á fundinum lýsti Vestmannaeyjabær áhuga á að halda áfram rekstri ferjunnar á vegum Herjólfs ohf. […]
Ufsinn til vinnslu hjá Vísi í Grindavík

Bæði Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Þetta kemur fram í fétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipin voru með fullfermi. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir að afli skipsins hafi verið blandaður, mest af ufsa en síðan einnig skarkoli, þorskur og ýsa. „ Þða var sæmilegt veður mest allan túrinn en þó […]
Nýr starfshópur um sveitarstjórnaráætlun hefur störf

Nýr starfshópur um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga hélt sinn fyrsta fund í innviðaráðuneytinu á þriðjudag. Hópnum er ætlað að skila tillögu til innviðaráðherra um stefnu stjórnvalda gagnvart sveitarfélögum til fimmtán ára 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun til fimm ára 2024 til 2028 í byrjun næsta árs. Stefnumótunin byggir á ákvæði sveitarstjórnarlaga um að […]
Útflutningsverðmæti sjávarafurða í hæstu hæðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 30 milljörðum króna í október. Það er um 12% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra, en um 17% sé leiðrétt fyrir gengisbreytingu krónunnar. Frá þessu er greint í frétt á vefnum radarinn.is. Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða þar með komið í tæpa 288 milljarða króna. […]
Bikarleiknum frestað

Ekkert verður af viðureign ÍBV og KA/Þórs í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ sem áformuð var í Vestmannaeyjum í kvöld. Samkvæmt tilkynningu er í ófært í flugi á milli Akureyrar og Vestmannaeyja. Flauta átti til leiks klukkan 17.30 í Vestmannaeyjum og sýna leikinn í sjónvarpi allra landsmanna. Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn en væntanlega liggur […]